Pingdom Check

Saga Icelandair

Icelandair á rætur að rekja til ársins 1937 þegar stofnað var flugfélag á norðurlandi að nafni Flugfélag Akureyrar.

Árið 1940 færði félagið höfuðstöðvar sínar til Reykjavíkur og breytti nafni sínu í Flugfélag Íslands, sem tók síðar upp alþjóðlega nafnið Icelandair. 

Árið 1973 sameinuðust Flugfélag Íslands og Loftleiðir í nýtt eignarhaldsfyrirtæki, Flugleiðir. Í október 1979 tóku Flugleiðir við öllum rekstri tveggja fyrirrennara sinna og ákváðu að taka upp nafnið Icelandair á alþjóðlegum vettvangi en nafnið Flugleiðir var notað áfram á íslenskum markaði. Í dag gengur flugfélagið undir nafninu Icelandair, bæði hér heima og erlendis.

Eftir 80 ár á flugi endurspeglar saga okkar sögu íslensku þjóðarinnar, dugnað hennar, aðlögunarhæfni og hugmyndaauðgi.

Icelandair er meðlimur í helstu alþjóðlegu flugrekstrarsamtökum:

  • IATA (International Air Transport Association) síðan 1950
  • AEA (Association of European Airlines) síðan 1957
  • FSF (Flight Safety Foundation) síðan 1966.

Fyrstu árin

Icelandair á rætur að rekja til ársins 1937 þegar stofnað var flugfélag á norðurlandi að nafni Flugfélag Akureyrar.

Árið 1940 færði félagið höfuðstöðvar sínar til Reykjavíkur og breytti nafni sínu í Flugfélag Íslands, sem tók síðar upp alþjóðlega nafnið Icelandair.

Annað stórt skref var stigið árið 1944 þegar þrír ungir Íslenskir flugmenn á heimleið úr flugnámi í Kanada stofnuðu Loftleiðir, sem síðar var einnig kallað Icelandic Airlines.  

Í upphafi snérist starfssemi beggja flugfélaga um innanlandsflugrekstur. En árið 1945 flaug Flugfélag Íslands sín fyrstu millilandaflug til Skotlands og Danmerkur.  Loftleiðir hófu millilandaflug árið 1947 og árið 1953 fór það að bjóða upp á nýjung: lággjaldaflug yfir Norður-Atlantshafið. 

Nýir tímar

Árið 1973 sameinuðust Flugfélag Íslands og Loftleiðir í nýtt eignarhaldsfyrirtæki, Flugleiðir. Í október 1979 tóku Flugleiðir við öllum rekstri tveggja fyrirrennara sinna og ákváðu að taka upp nafnið Icelandair á alþjóðlegum vettvangi en nafnið Flugleiðir var notað áfram á Íslenskum markaði. 
 
Á fimmtugsafmæli félagsins árið 1987 var gerður tímamótasamningur við Boeing flugvélaframleiðandann um endurnýjun flugvélaflotans sem notaður var til millilandaflugs.  Ný kynslóð þota, Boeing 757-200 og 737-400, var tekin í notkun í stað eldri flota frá 1989 til 1993. Og frá 2000 til 2003 var flotinn samræmdur með einni þotutegund, Boeing 757.

Í janúar 2003 breyttust Flugleiðir í eignarhaldsfyrirtæki með 11 dótturfyrirtækjum á sviði ferðaþjónustu og var Icelandair stærsta dótturfyrirtæki Flugleiða.

Flogið til framtíðar

Árið 2005 var nafni Flugleiða breytt í FL Group og eignarhaldsfyrirtækið tilkynnti að aðaláhersla starfseminnar væri lögð á fjárfestingar.

Í október 2005 urðu grundvallarbreytingar á FL Group þannig að fjárfestingarstarfssemi varð að aðalviðfangsefni fyrirtækisins og eignir og dótturfyrirtæki voru skipt niður í hluta, þ.á.m. Icelandair Group.

Í desember 2006 var Icelandair Group skráð í kauphöll Íslands eftir að FL Group seldi fyrirtækið.

Þann 3. júní 2007 hélt Icelandair Group upp á að 70 ár voru frá stofnun þess.

Á seinni hluta ársins 2007 útvíkkaði Icelandair Group starfsemi sína inn á tékkneska markaðinn með því að festa kaup á ráðandi hluta Travel Service a.s.

History_3

Á flugi síðan 1937

Icelandair á rætur að rekja til ársins 1937, þegar stofnað var flugfélag á norðurlandi að nafni Flugfélag Akureyrar, og spannar því rúma átta áratugi.
Lesa nánar