Bóka flug til: Aberdeen

Flug

Tegund ferðar:
Brottfarastaðir og áfangastaðir
Expense account
Farþegar:
Farrými:
Leita eftir:

Aberdeen - blóm Skotlands 

Aberdeen, þriðja stærsta borg Skotlands, ber þessa nafnbót með réttu, enda sneisafull af fallegum almenningsgörðum og blómaskreytingum. Stórbrotinn arkitektúr og hrífandi söfn setja mark sitt á borgina sem býður upp á gnótt af list og menningu, heillandi sögu og líflega borgarmenningu. Systurfyrirtæki Icelandair, Air Iceland Connect, flýgur farþegum á Q400 Bombardier vélum þessa stuttu leið.

 „Granítborgin“ Aberdeen

Aberdeen er einnig gjarnan kölluð granítborgin, sökum þess hvernig glitrar á fallegar grantítbyggingarnar í sólinni eftir rigningar.

Kíktu á frægustu götu Aberdeen „Granite Mile“  á Union Street þar sem meira 800 verslanir, veitingastaðir og barir bíða þín. Þar getur þú slappað af í fallegum, blómstrandi görðum á milli þess sem þú skoðar þig um, gæðir þér á mat og drykk, verslar og nýtur alls þess sem Aberdeen hefur upp á að bjóða. Eftir skemmtilegan dag í miðbænum er er ekki verra að enda daginn á því að rölta meðfram gylltri strandlengju borgarinnar.

Kastalar, sögufrægar byggingar og heillandi landslag

Viktoría drottning var ástfangin af svæðinu og skyldi engan undra. Skoðaðu þjóðargersemar á borð við Duff húsið þar sem þú getur heimsótt merkilegt safn listaverka og húsgagna, Leith Hall óðalið og landareignina umhverfis það, mikilfenglegt Haddo óðalið og Kinnaird kastala sem hýsir skoska vitasafnið. Eins má ekki gleyma að skoða heillandi náttúru og bæi Royal Deeside og Cairngorms náttúruverndarsvæðisins rétt fyrir utan Aberdeen. Til þess að kóróna skoðunarferðirnar geturðu farið í „Castle Trail“ ferðina, einu sérferðina í Skotlandi þar sem hægt er að sjá 17 þekkta kastala, og sökkt þér í menningu hefðarfólks og heldri manna.

Eins geturðu kynnt þér viskíframleiðslu og skálað í viskíi héraðsins með vinalegum heimamönnum. 

Gott að vita

  • Flogið þrisvar til fjórum sinnum í viku allt árið.
  • Flogið er á Q400 Bombardier vélum sem eru minni en Boeing-þotur Icelandair. Það er hvorki afþreyingarkerfi né Wi-Fi um borð á þessari leið. Ipads mini eru fáanlegir um borð.
  • Aberdeen flugvöllurinn er í Dyce, tæplega 10 kílómetra frá miðbæ Aberdeen.
  • Flugvallarrúta gengur reglulega frá Aberdeen flugvelli og tekur ferðin til miðbæjarins um 35 mínútur. Miðinn kostar £ 2,7. Með leigubíl tekur ferðin rúmlega 25 mínútur og kostar í kringum £ 15.
  • Ókeypis aðgangur er á mörg söfn og sýningar, svo sem sjóminjasafnið og listasafn Aberdeen.
  • Royal Deeside náttúruverndarsvæðið er heimili Braemar hálandaleikanna og orlofsstaður konungsfjölskyldunnar, enda fegurð þess rómuð.
  • Auðveldar samgöngur eru til Royal Deeside svæðisins í vestri, Dunnottar kastala í suðri, gylltu strandanna í norðri og viskíhéraðsins í norðvestri.
  • Icelandair vinnur í nánu kynningar samstarfi með markaðsstofunni Visit Aberdeen. Endilega kynnið ykkur meira um þessa frábæru borg á www.visitaberdeen.com.

www.visitaberdeen.com