Bóka flug til: Amsterdam

Flug

Tegund ferðar:
Brottfarastaðir og áfangastaðir
Expense account
Farþegar:
Farrými:
Leita eftir:
Er Amsterdam borg frjálslyndis og fjölbreytni? Vissulega. En síkin og sögulegar minjar gera hana einnig að einni rómantískustu og fegurstu borg Evrópu. Beint flug er til Amsterdam allt árið.

Flug til Amsterdam með Icelandair ber þig í heillandi heim þar sem frjálslyndi ríkir innan um síki og indæl kaffihús. Verið opin fyrir öllu, takið gönguskóna með og fljúgið til einnar indælustu borgar Evrópu.

Amsterdam; stór, lítil ... og frjálslynd

Hollendingar eru e.t.v. frjálslyndasta þjóð í Evrópu og menning þeirra er óviðjafnanleg. Amsterdam er einstök í sinni röð meðal áfangastaða Icelandair, allir þekkja vindmyllurnar, tréskóna, túlípanana, kaffihúsin frægu og rauða hverfið! Landfræðilega séð er Holland, sem stendur við Norðursjó, einungis 40% af stærð Íslands, þar búa 16 milljón manns og er landið því 15. þéttbýlasta land í heimi. Amsterdam, höfuðborg Hollands, er stór borg en samt fær maður á tilfinninguna að hún sé mun minni, afslappað andrúmsloftið gefur henni ákveðinn þorpsbrag. Listir og matur erta skynfærin og í borginni er fjöldi listasafna og frábærra veitingastaða. Ekkert sjálfsagðara en að setjast við eitt af óteljandi útikaffihúsum borgarinnar, panta bjór, franskar og majónes og fylgjast með fjölskrúðugu mannlífi.

Lofthræðsla? Engar áhyggjur!

Holland liggur neðan sjávarmáls, sem er þó ekkert til að hafa áhyggjur af heldur gerir það staðinn einungis áhugaverðari. Hollendingar stífla ekki ár heldur sjó. Ein þekktasta þjóðsaga þar í landi fjallar um ungan dreng sem uppgötvar sprungu í stíflunni og bjargar landinu frá voða með því að sitja við stífluna um nóttina og loka sprungunni með fingrinum þar til hjálp berst.

Gott að vita

  • Þegar flogið er til Amsterdam með Icelandair er lent á Schiphol flugvelli sem er 14 km suðvestur af Amsterdam. Beint flug er til Amsterdam allt árið.
  • Upplýsingar um flugáætlun okkar til Amsterdam næstu 30 daga.
  • Áhugaverðar hátíðir: Konungsdagur, 27. apríl. Amsterdam fer á flot í maí með leikhúshátíð á Bloemencorso, einu af mörgum síkjum borgarinnar. Blómahátíð í september.
  • Viltu versla? Kíkið á Kalverstraat og Leidsestraat, aðalverslunargöturnar í Amsterdam, De Bijenkorf við Damtorg er stærsta verslunarmiðstöðin, P.C. Hoofstraat ef kaupa á merkjavöru og stærsti markaður í Amsterdam er við Albert Cuyp Straat.