Bóka flug til: Anchorage

Flug

Tegund ferðar:
Brottfarastaðir og áfangastaðir
Expense account
Farþegar:
Farrými:
Leita eftir:
Beint flug til Anchorage er frá 13. maí - 26. september 2018. Meira en 40% allra íbúa í Alaska eiga heima í Anchorage og næsta nágrenni. Hún er líka stærsta borgin í Alaska, með um 300.000 íbúa.

Anchorage í Alaska býðst einstök upplifun fyrir náttúruunnendur og útivistarfólk sem vill reyna eitthvað nýtt.

Þróttmikil stórborg og „svart gull“

Anchorage er stærsta borgin í Alaska með um 300.000 íbúa en í borginni og nágrannabæjum hennar eiga heima um 40% allra Alaskabúa. Anchorage er mikilvæg hafnarborg og miðstöð vöruflutninga og þar slær hjarta viðskiptalífsins í Alaska. Anchorage var sett á stofn árið 1914 og var þá ekki annað og meira en vinnubúðir fyrir þá sem unnu að lagningu Alaska-járnbrautarinnar.

Árið 1964 varð geigvænlegt tjón í Anchorage vegna jarðskjálfta á föstudaginn langa en smám saman byggðist borgin upp að nýju og fór að blómstra með olíuævintýrinu þegar byrjað var að dæla olíu frá Prudhoe Bay. Þar eru nú höfuðstöðvar olíuiðnaðar í Alaska.

Stórbrotin náttúra

Flug til Anchorage er einstakt tækifæri fyrir alla sem hafa áhuga á að kynnast stórbrotinni náttúrufegurð í suðvesturhluta Alaska og einstöku dýralífi á heillandi norðurslóðum við Kyrrahaf.

Hvassbrýndir tindar og glitrandi jöklar setja svip sinn á suðvesturströnd Alaska og í boði frá Anchorage eru ferðir á sjó og landi til að sjá þessar náttúruperlur með eigin augum. Frá Anchorage er einnig stutt að fara að heimsækja tvo kunna þjóðgarða, Chugach State Park, þriðja stærsta þjóðgarðinn í Alaska, og Denali National Park & Preserve sem er kringum hæsta fjall í Norður-Ameríku, Mount McKinley (6.1993 m).

Borgin liggur norðarlega og besti tíminn til að heimsækja hana er frá maí fram í september þegar sumardagarnir eru langir og næturnar stuttar eins og hér heima á Íslandi. Hiti á sumrin nær oft 23 til 24 stigum en á veturna getur frostið einstaka sinnum farið niður í 30 stig.

Gott að vita

  • Flugvöllur Anchorage International Airport (Ted Stevens Inernational Airport), stærsti flugvöllur í Alaska, er tæpa fimm kílómetra í suðvestur frá miðborg Anchorage.
  • Viltu versla? Í Alaska Native Heritage Center gefst einstakt tækifæri til að kaupa ýmsar handiðnaðar og listmunavörur frá Alaska. Fyrir hefðbundnari innkaup bendum við á 4th Avenue Market Place, Anchorage 5th Avenue Mall (110 verslanir), Diamond Center og Mall at Sear.
  • Góðir tenglar: anchorage.net, alaskatravel.com