Bóka flug til: Barcelona

Flug

Tegund ferðar:
Brottfarastaðir og áfangastaðir
Expense account
Farþegar:
Farrými:
Leita eftir:
Ferðatímabil 3. júní - 2. september 2017. Frumlegur arkitektúr, fyrsta flokks veitingastaðir, ólgandi listalíf. Þessi ótrúlega borg hefur upp á allt að bjóða.

Flug til Barcelona yfir sumartímann gefur þér tækifæri á að upplifa ólgandi andrúmsloft þessarar frábæru borgar.

Barcelona - sjón er sögu ríkari

Hinir stoltu Katalóníumenn gera dvölina í Barcelona ógleymanlega. Fegurð borgarinnar er í takt við gestrisni íbúanna, þar sem almenningsgarðar, söfn og byggingarlist mynda fullkominn samhljóm. Verk arkitektsins fræga Gaudí gleðja augað en hann hannaði margar af stórkostlegustu byggingum borgarinnar, m.a. kirkjuna frægu Temple Expiatori de la Sagrada Familia.

Ef þetta nægir ekki má benda á að í Barcelona er einn af helgidómum knattspyrnunnar. Camp Nou leikvangurinn er heimili Barcelona FC, sem er eitt besta fótboltalið í heimi.

Á ferðalögum er nauðsynlegt að kynna sér matargerð á hverjum stað, og á Spáni er um að gera að prófa tapas! Nafnið er dregið af spænsku sögninni "tapar" sem þýðir "að loka, breiða yfir". Tapas eru alls kyns smáréttir sem oftast eru borðaðir á milli mála en geta einnig myndað heila máltíð. Hafirðu ekki prófað tapas áður er tími til kominn að bæta úr því.

Má bjóða þér saltfisk?

Það er mjög líklegt að fyrir vitin beri ilminn af katalónskum bacallà, sem er katalónska heitið á saltfiski (sp. bacalao). Bacalao er einn af þjóðarréttum Spánverja og er eldaður á ýmsa vegu, eftir því hvar í landinu þið eruð stödd.

Þessi sjávarréttur höfðar sérstaklega til Íslendinga því þorskurinn sem notaður er í réttina er veiddur af íslenskum fiskimönnum á íslenskum miðum.

Gott að vita

  • Flug til Barcelona lendir á El Prat flugvelli sem er 11 km suður af borginni. Þaðan er 15 mínútna akstur með leigubíl að miðborginni og 90 mínútna akstur að sólskinsparadísinni Costa Brava. Beint flug er yfir sumartímann. Upplýsingar um flugáætlun okkar til Barcelona næstu 30 daga.
  • Viltu versla? Kíktu í búðirnar við göngugöturnar á milli La Rambla og dómkirkjunnar í Barri Gòtic. Passeig de Gràcia, stór verslunargata með þekktum vörumerkjum. El Corte Inglés við Plaça de Catalunya, spænsk verslunarhúsakeðja.
  • Frekari upplýsingar um Barcelona og Spán má fá á frommers.com, barcelona.com