Bóka flug til: Bergen

Flug

Tegund ferðar:
Brottfarastaðir og áfangastaðir
Expense account
Farþegar:
Farrými:
Leita eftir:
Beint flug til Bergen er frá 24. apríl - 14. október 2018. Bergen er falleg borg, umlukin Fjöllunum sjö og býður upp á endalaus tækifæri til afþreyingar og skemmtunar.

Íhugaðu flug með Icelandair til borgarinnar sem hefur fæturna í sjónum, höfuðið í skýjunum og hjartað á réttum stað.

Bergen er falleg borg með einstaka staðsetningu, umlukin Fjöllunum sjö og áhrifamiklu landslagi. Sagan og gamlar hefðir setja svip sinn á borgina sem hefur laðað að sér ferðamenn í meira en þúsund ár. Bergen er önnur stærsta borg Noregs, með um 244 þúsund íbúa og stendur á suð-vesturströndinni.

Bergen, rækjur á bryggen

Bergen býður upp á endalaus tækifæri til afþreyingar og skemmtunar. Menningarlífið er ríkt með mörgum áhugaverðum listasöfnum og elsta leikhúsi Norðmanna. Sem einn elsti bær Skandinavíu skartar Bergen af mjög fallegum og sérkennandi miðbæ sem er að hluta til varðveittur frá miðöldum. Til að upplifa stemninguna sem þar ríkir er gaman að taka göngutúr og upplifa meðal annars þétta tréhúsabyggð með þröngum sundum. Í hjarta borgarinnar er markaður sem býður upp á fisk, blóm, ávexti, grænmeti og minjagripi. Þar er sérstaklega vinsælt meðal heimamanna að kaupa ferskar rækjur sem eru soðnar á staðnum og borða þær á Bryggen. Þar standa falleg hús þétt saman samsíða höfninni og mynda skemmtilega stemmingu.

Til að fá aðra sýn á borgina er gaman að taka kláf/vagn upp að Fløyen þar sem fæst stórkostlegt útsýni yfir miðborgina. Skammt frá miðbænum er heimili Edvard Grieg, Troldhaugen sem rík ástæða er til að heimsækja og fræðast í leiðinni um tónskáldið. Þar eru einnig reglulega haldnir tónleikar. Grasagarðurinn í Milde er sérstaklega fallegur með klettum, árgljúfrum, blómum og stöðuvatni sem gaman er að taka sundsprett í á sumrin. Auðsótt er að fara í bátsferð um firðina sem liggja í kringum Bergen.

Gott að vita

  • Þegar flogið er til Bergen með Icelandair er lent á Flesland flugvelli sem er staðsettur 20 km suður af Bergen.
  • Viðburðir: Víkingahátíðin í júní, Bóndamarkaðurinn, Nordsteam hátíðin í ágúst og Stoltzekleiven-hlaupið í október,
  • Viltu versla? Strandgaten er aðalverslunargatan en einnig eru skemmtilegar verslanir í kringum aðaltorgið, Torgallmenningen. Einnig er gaman að kíkja í verslunarmiðstöðvarnar Galleriet, sem staðsett er við Torgallmenningen, og Bergen Storsenter.