Bóka flug til: Berlín

Flug

Tegund ferðar:
Brottfarastaðir og áfangastaðir
Expense account
Farþegar:
Farrými:
Leita eftir:

Beint flug til Berlínar

Það leynist svo margt í þessari stórkostlegu borg, sem er staðsett í hjarta Evrópu – bæði landfræðilega og heimssögulega séð. Hún er meðal mest spennandi áfangastaða álfunnar þegar kemur að því að kynna sér atburði sem breyttu gangi sögunnar og demba sér svo í að þræða forvitnileg hverfi vandlega.

Icelandair býður regluleg flug til Tegel-flugvallar í Berlín – borginni þar sem þú finnur bratwurts og brjálaða list; bjór, bari og kastala í barrokkstíl!

Fyrsta flug Icelandair til Berlínar fer þann 3. nóvember 2017. 

Þar sem sagan býr

Í Berlín eru ekki bara söfn sem vekja mann til umhugsunar og minnisvarðar um ofsafengna fortíð – en nóg er af þeim hér. Borgin trekkir líka að sniðuga og skapandi einstaklingar frá Evrópu allri og það er ekki ólíklegt að þú rekist utan í þekkt tónlistarfólk eða aðra áhrifavalda á götum úti. Hér úir og grúir af listamönnum og frjóu fólki.

Margir af helstu atburðum 20. aldarinnar áttu sér að einhverju leyti stað hér: kíktu á Reichstag (þinghúsið) og Brandenborgarhliðið, kannaðu Minnisvarðann um helförina og rústir Berlínarmúrsins. Veltu lífinu fyrir þér í söfnum sem varpa ljósi á erfiða tíma nýliðinna áratuga og fáðu fylli þína af fjársjóðum fornrar listar á Safnaeyju. Að því loknu skaltu hella þér í hápunkta Berlínar nútímans, hvort sem um er að ræða forvitnilega bari, neðanjarðarklúbba, lifandi götulist eða litríka markaði… sem kitla bragðlaukana.

Bestu tímarnir, wurst-u tímarnir

Þú kemst á bragðið af vinsælustu réttum borgarinnar á næsta imbiss­ eða skyndibitastað. Currywurst (karrýpylsa) er klassískur réttur hér og þú getur fengið döner kebab á nánast hverju götuhorni borgarinnar. Það er því nóg af skyndibita á svæðinu en það sama má segja um fínni og dýrari veitingastaði – og í raun allt þar á milli: áhugaverðir kaffibarir og óheflaðar, viðarklæddar krár eða glæsileg sælkerahof sem reiða fram tískurétti, ýmist á hefðbundinn máta eða með alþjóðlegra ívafi.

Taktu stefnuna á hverfi eins og Scheunenviertel, Kreuzberg, Neukölln og Prenzlauer Berg og kannaðu stræti þar sem kaffihúsin standa í röðum, ásamt litlum spennandi verslunum og skemmtilegri dægrastyttingu. Þú gætir líka lyft glasi, til heiðurs ótrúlega vel heppnaðri sameiningu borgarinnar, á dimmum bjórstöðum eins og Prater Garten (starfræktur frá 1837) og „strandbörunum“ sem iða af lífi meðfram ánni Spree.

Þekkt nöfn og forvitnilegar uppgötvanir

Kurfürstendamm er helsta verslunargata borgarinnar (heimamenn láta sér nægja að kalla hana Kudamm). Hún er yfir 3 km að lengd og full af búðum og verslunum. Þeir sem vilja lifa í vellystingum ættu að smeygja sér inn á Fasanenstrasse, en matgæðingar ættu ekki að láta matarsalina inn í KaDeWe-stórverslunni fram hjá sér fara.

Öll þessi sköpunargáfa í Berlín brýst svo út í formi lítilla, forvitnilegra verslana sem dreifa sér um alla borg – ef þú vilt komast hjá því að þramma um stóru merkjavöruverslanirnar og verslunarmiðstöðvarnar og leita frekar uppi einstaka fundi og hönnuð úr röðum heimamanna.

Haltu í hverfi eins og Scheunenviertel, Kreuzberg og Prenzlauer Berg eða sláðu saman fjársjóðsleit á flóamörkuðum og sögukennslu á Flohmarkt am Mauerpark, flóamarkaði sem haldinn er á hverjum sunnudegi á rústum Berlínarmúrsins.