Bóka flug til: Billund

Flug

Tegund ferðar:
Brottfarastaðir og áfangastaðir
Expense account
Farþegar:
Farrými:
Leita eftir:
Ferðatímabil 4. maí - 9. nóvember 2018. Billund er miðsvæðis á Jótlandi í Danmörku, rétt vestur af Horsens og Vejle og norðaustur af Esbjerg. Þaðan liggja vegir til allra átta um Danmörku eða í suðurátt til Þýskalands.

Taktu flugið til Billund með Icelandair. Billund og nágrenni eru frábær fjölskyldustaður en frá Billund opnast líka ótal leiðir með bíl, lest eða flugi til fjömargra borga í Evrópu.

Billund: Legoland og aftur Legoland

Saga smábæjarins Billund hefði eflaust orðið allt önnur ef Legokubbarnir hefðu ekki orðið til og hugvitssömum mönnum dottið í hug að fara að framleiða þessa litríku leikfangakubba í Billund. Þeir bjuggu svo til Legoland sem nú er einhver kunnasti skemmtigarður Dana og mikið ævintýri fyrir fjölskylduna að dveljast þar dagstund.

Segja má að næstum allt hafi orðið til í Billund í kringum Lego og Legokubba, bærinn eins og hann er núna, gistihúsin, ferðamannaþjónustan og flugvöllurinn. Flugvöllurinn í Billund varð til árið 1964, einföld grasi gróin flugbraut sem kubbaverksmiðjan átti og notaði eingöngu til vöruflutninga. 20 árum síðar var þarna kominn viðurkenndur flugvöllur og nú er Billundflugvöllur í eigu sveitarfélaganna í kring og þjónar m.a. mörgum lággjaldaflugfélögum.

En miklu meira en Legoland

Þó að flestir hugsi sér að fljúga til Billund til að halda þaðan áfram, annað hvort á bíl, með lest eða flugi, er ástæða til að benda á að í Billund og í hlýlegum sveitum og nágrannabæjunum er hægt að skoða og upplifa margt og eiga ógleymanlegt ferðaævintýri upp á danska vísu. Við nefnum t.d. – fyrir utan Legoland – skemmtigarðinn Lalandia, safnið Karensminde, víkingaminjar í Jelling, höggmyndagarðinn og fúksíugarðinn í Billund. Tilvalið er að heimsækja bæi eins og Vejle, Horsens og Esbjerg og á þessum slóðum eru einnig fjölmargir prýðisgóðir golfvellir, t.d. Vejle Fjord Golfklub, Varde Golfklub og Jelling Golfklub.

Árósar – önnur stærsta borgin í Danmörku

Fáðu þér frí í nokkra daga og njóttu lífsins í Árósum. Hérna gefst þér tækifæri til að sjá og upplifa ótal áhugaverða staði, bæði utanhúss og innandyra, og allt árið um kring er eitthvað um að vera í Árósum, tónleikar, leiksýningar og alls konar viðburðir.

Þó að Árósar séu önnur stærsta borgin í Danmörku er hvergi langt að fara. Hægt er að ganga frá einu safninu á annað, ganga í búðir og líta á úrvalið í tískuverslunum, hafa það gott hlýlegu kaffihúsi á næsta götuhorni eða bregða sér síðdegis í gönguferð úti í skóg eða niður á ströndina.

Den Gamle By (Gamli bærinn) í Árósum: Þetta er eina fimm stjörnu safnið í Danmörku utan Kaupmannahafnar, heillandi veröld af gömlum húsum þar sem hægt er að ganga út og inn og hverfa aftur í danskan kaupstað eins og þeir voru í þá gömlu og góðu daga.

www.dengamleby.dk

Nýtt kennileiti - Your Rainbow Panorama

Í sumar gefst gestum í Aros Art Museum í Árósum í fyrsta sinn tækifæri til að njóta útsýnisins úr Your Rainbow Panorama, gríðarmiklu hringlistaverki úr gleri í öllum regnbogans litum eftir dansk/íslenska listamanninn Ólaf Elíasson. Hringlistaverkið, sem stendur ofan á þaki safnsins, er 52 metrar í þvermál og hringferillinn, sem hægt er að ganga um innan við glerveggina, er 150 metrar. Ógleymanleg upplifun og einstakt útsýni yfir Árósa.

www.aros.dk

Gott að vita

  • Flugvöllur: Flugvöllurinn í Billund, Billund Lufthavn/Billund Airport (BLL), er rétt utan við bæinn og steinsnar frá Legoland. Frá flugvellinum ganga fastar áætlunarferðir með rútum til fjölmargra staða í Danmörku, nær og fjær, og flugvallarrúta er með reglulegar ferðir í bæinn.