Bóka flug til: Birmingham

Flug

Tegund ferðar:
Brottfarastaðir og áfangastaðir
Expense account
Farþegar:
Farrými:
Leita eftir:
Birmingham er önnur stærsta stórborg Englands á eftir London og er um það bil miðja vegu á milli London og Manchester.

Það er margt við að vera í Birmingham fyrir ferðalanga sem vilja sjá meira af Englandi og auka við víðsýni sína í landi Shakespeare.  Icelandair býður beint flug til Birmingham allan ársins hring.

Orðasnilld varðveitt 

Í um klukkutíma akstursfjarlægð frá Birmingham er bærinn Stratford-upon-Avon, sem er hvað þekktastur fyrir að vera fæðingarstaður William Shakespeare. Bærinn stendur við ána Avon sem var mikilvæg samskiptaæð hér áður fyrr. Húsið sem Shakespeare ku hafa búið í á 16. öldinni hefur verið varðveitt í sinni upprunalegu mynd og ýmislegt er við að vera sem tengist leikskáldinu fræga í heimabæ hans. Pílagrímsferð til Stratford er því kjörin dagsferð fyrir þá sem vilja komast nær rótum þess besta sem ensk tunga hefur upp á að bjóða.

Markaðir og verslun

Ein frægasta og fjölsóttasta verslunarmiðstöð Birmingham nefnist The Bullring og byggir á ríkri markaðshefð. Fyrst árið 1154 voru markaðir haldnir á þessu svæði en verslun og þjónusta hefur vitaskuld færst í nútímalegra horf í gegnum aldirnar. Nýjasta byggingin á þessu svæði markaðanna líkist einna helst geimskipi og er merkileg á að líta burtséð frá öllum verslunum sem þar leynast innandyra. Einnig er kjörið að versla utandyra á sömu slóðum, en margvíslegir markaðsbásar eru starfræktir í kringum Bullring svæðið og byggja, sem fyrr segir, á ríkri verslunarhefð.

Gott að vita

  • Flugvöllurinn, Birmingham Airport (BHX) er haganlega staðsettur og tekur um 10 mínútur að ferðast með lest til miðborgarinnar