Bóka flug til: Boston

Flug

Tegund ferðar:
Brottfarastaðir og áfangastaðir
Expense account
Farþegar:
Farrými:
Leita eftir:
Tónlistarlífið í Boston er líflegt, mikið af sögufrægum stöðum, líflegt verslunarhverfi og einhverjir bestu háskólar í heimi. Boston er borg sem hefur upp á margt að bjóða. Beint flug er til Boston allt árið.

Með flugi til Boston getur þú heimsótt þessa líflegu hafnarborg í Massachusetts-ríki, sem er jafnframt einn sérstæðasti og vinsælasti áfangastaðurinn í Bandaríkjunum.

Boston – Einstök og vinsæl borg

"Einstök og vinsæl" er vægt til orða tekið. Boston er afar mikilvæg í sögu Bandaríkjanna en er samt sem áður "evrópsk í anda", borg sem fólk fellur auðveldlega fyrir. Það er upplagt að fara í frí til Boston á hvaða tíma árs sem er. Þar er afar hlýtt á sumrin og þótt veturinn sé kaldur er borgin svo iðandi af lífi að þú finnur ekkert fyrir kuldanum. Boston er hreinasta gersemi því þar geta bókstaflega allir fundið eitthvað við sitt hæfi. Hvort sem um er að ræða tónlist (af öllu tagi), leikhús, íþróttir, verslanir eða fyrsta flokks veitingastaði, þá hefur borgin einfaldlega upp á allt að bjóða.

Í jafnstuttri kynningu og þessari er ómögulegt að telja upp allt áhugavert í Boston, en þó ber að nefna nokkra staði: Charles Street í nágrenni Beacon Hill. Þessi gata er fræg fyrir fornminjaverslanir sínar. Ertu hafnaboltaaðdáandi? Ódýrt flug til Boston gefur þér tækifæri til að kynnast hafnabolta af lífi og sál því Boston er heimili hinna frægu Boston Red Sox. Að lokum: Fyrir utan Boston er að finna fagra skógivaxna sveit þar sem hægt er að fara í heils- og hálfsdagsferðir með leiðsögn. Þú getur skoðað staði eins og Salem, Cape Cod og Martha's Vineyard. Harvard-háskóli er einnig staðsettur í Cambridge í Boston handan Charles-árinnar.

Gott að vita

  • Þegar flogið er til Boston með Icelandair er lent á Logan (BOS) flugvellinum, aðeins 6 km norðaustur af Boston. Beint flug er til Boston allt árið.
  • Neðanjarðarlestir ferðast á milli flugvallarins og miðbæjarins (blá lína), auk þess sem hægt er að ferðast með rútum og leigubílum.
  • Öll bílaleigufyrirtæki á Boston Logan flugvellinum eru staðsett í nýrri þjónustumiðstöð fyrir bílaleigur. Hægt er að nýta sér þjónustu Bílaleigurútu flugstöðvarinnar sem fer frá öllum komusölum flugstöðvarinnar og fer með farþega í þjónustumiðstöð fyrir bílaleigur.
  • Upplýsingar um flugáætlun okkar til Boston.
  • Þarftu að versla? Spurðu eftir Newbury Street, Gap og Banana Republic við South Market, Basement við Washington Street, Louise Boston ef leitað er að karlmannsfötum, Prudential Center, yfirbyggðar verslanir af ýmsu tagi.