Bóka flug til: Chicago

Flug

Tegund ferðar:
Brottfarastaðir og áfangastaðir
Expense account
Farþegar:
Farrými:
Leita eftir:

Chicago-borg í Illinois fylki er stærsta borg Miðvesturríkjanna og ætti að vera ofarlega á lista allra ferðalanga. Hún er þriðja stærsta borg Bandaríkjanna og framboð afþreyingar og þjónustu er eftir því. Icelandair býður upp á beint flug frá Keflavík til Chicago allt árið um kring. Gefðu þér góðan tíma í Chicago og leyfðu þér að njóta.

Ljúfa lífið við Lake Michigan

Chicago er oft kennd við vindinn en þú ættir ekki að láta það á þig fá. Borgin stendur við stórt stöðuvatn, Lake Michigan, og á góðviðrisdögum getur þú skellt þér á ströndina. Þess á milli er ekki úr vegi að spóka sig aðeins í líflegum miðbænum sem hefur upp á ýmislegt að bjóða.
Fjölskyldur ættu svo að finna sér sitthvað til dundurs í Lincoln Park þar sem hægt er að heimsækja Lincoln Park Zoo alveg ókeypis.

Menning, mannlíf og íþróttir í Chicago

Íþróttir eiga sér ríka hefð í Chicago enda af nægu að taka. Þú getur komið þér vel fyrir á Wrigley Field og fylgst með hafnaboltaleik með The Cubs eða farið og séð erkifjendurnar í White Sox. Þú getur líka skellt þér á körfuboltaleik með Chicago Bulls og rifjað upp gullaldarárin þegar Michael Jordan flaug sem hæst. Þess á milli er tilvalið að næra andann á fjölbreyttum söfnum og galleríum. Byrjaðu til dæmis á The Museum Campus við strendur vatnsins þar sem þú finnur einnig The Adler Planetarium & Astronomy Museum, The Field Museum og Shedd Aquarium. Þegar upphitun þar er lokið geturðu haldið um víðan völl og hvarvetna rekist á áhugaverð söfn og gallerí eins og The Chicago Art Museum þar sem þú getur stúderað impressjónistana til dæmis, en ekkert safn í Bandaríkjunum á eins gott safn af verkum þeirra.

Willis Tower, Baunin og The Goodman Theater

Skýjakljúfar eiga uppruna sinn í Chicago og ef þig langar að skoða háhýsi er tilvalið að líta við í Willis Tower, sem er með hæstu byggingum í Norður Ameríku. Þar er líka útsýnispallur fyrir hugaða. Enginn sem heimsækir Chicago ætti svo að missa af Skýjahliðinu (Cloud Gate), betur þekkt sem Baunin, í Millenium Park. Að loknum góðum degi í skoðunarferðum er kjörið að líta við í The Goodman Theater, annað hvort til þess að upplifa amerískt leikhús eða hreinlega til þess að dást að leikhúsinu og sögu þess.

Gott að vita

  • Flugvöllur: O’Hare International Airport í Chicago er einn fjölsóttasti flugvöllur Bandaríkjanna. Flugvöllurinn er um 30 km frá miðbænum
  • Verslun: Michigan Avenue liggur frá Lake Michigan og inn í gamla hverfi borgarinnar. Þar finnur þú verslanir af öllu tagi og þá er nú ekki verra að geta notið þess að versla áhyggjulaus þar sem það er alltaf ein taska er innifalin til Bandaríkjanna.
  • Matur: The Magnificent Mile, sem er hluti af Michigan Avenue, er sannkallað hlaðborð af kaffihúsum, veitingastöðum og börum. Chicago er ekki síst þekkt fyrir pizzur, en pönnupizzurnar frægu eru oft eignaðar borginni og trylla bragðlaukana meira en góðu hófi gegnir
  • Afþreying: Fjölbreyttar hátíðir og viðburðir einkenna borgina allt árið um kring og það er af nógu að taka fyrir alla