Bóka flug til: Dallas

Flug

Tegund ferðar:
Brottfarastaðir og áfangastaðir
Expense account
Farþegar:
Farrými:
Leita eftir:

Beint flug til Dallas

Ekki eyða of miklum tíma í leita uppi fyndnar Texas steríótýpur – nokkrir óvæntir hlutir gætu farið framhjá þér fyrir vikið. Klisjurnar eru vissulega til staðar (kúrekar, grillveislur og fleira) en það eru líka stórborgarupplifanir eins og meiriháttar Listahverfi, glitrandi borgarmyndin og magnaður matur.

Icelandair býður beint flug til Dallas svo nú getur þú fengið svar við nokkrum mikilvægum spurningum. Er allt stærra í Texas? (Svarið er já.) Og hver skaut eiginlega J.R.?

Flug til Dallas Fort Worth International hefst 30. maí 2018.

Forsetar, fagurhyrndir nautgripir og ýmislegt fleira

Á meðal mest heimsóttu ferðamannastaða í Dallas eru þeir sem tengjast launmorðinu á John F. Kennedy, Bandaríkjaforseta, árið 1963. Af þeim stendur Sixth Floor Museum upp úr, í gömlu skólabókhlöðunni í Texas (þar sem Lee Harvey Oswald mundaði riffilinn þegar hann skaut – eða var það hann?). Safnið er virðingarvottur við JFK, líkt og Dealay Plaza í nágrenninu og hin örlagaríka grashæð.

Enn meira um Bandaríkjaforesta: George W Bush Presidential Library and Museum heiðrar annan þungavigtarmann í nútímasögu Bandaríkjanna. Svo er hægt að blanda geði við kúrekana í Forth Worth, taka því rólega með íþróttaáhugamönnum í Arlington, kynnast náttúruunnendunum í Botanical Gardens, eða setja undir sig betri fótinn og drekka í sig menningu á öllum söfnunum og almenningsgörðunum í Listahverfinu. Fyrir hina fullkomnu Texas-ljósmynd, skelltu þér á Pioneer Plaza, og stilltu þér upp með fagurhyrndum bronsslegnum nautgripum.

Grillveislur og einstakt bragð

Skelltu í þig eftirlætisrétt Texasbúa, djúpsteiktri nautasteik. Rétturinn samanstendur af lungamjúkri sneið af nautakjöti sem er böðuð í deigi og því næst djúpsteikt, og að lokum er henni drekkt í ljúffengri sósu. Ef þú færð ekki vatn í munninn við þessa lýsingu, hafðu þá engar áhyggur – það er af nógu að taka þegar kemur að mat í Texas. Það er tilvalið að gæða sér á rjúkandi Tex-Mex, ekta amerískri pyslu með sinnepi, gæða steikum, passlegum skammti af pekanhnetuköku eða einfaldlega stolti Texas fylkis: Hinu eina sanna hægeldaða og reykta grillkjöti.

Hverfin sem matarunnandinn ætti ekki að láta fram hjá sér fara eru meðal annars Deep Ellum (já, rétt er getið, þetta er „Elm“ með þykkum Texas-hreim) og Lower Greenville. Dallas bíður þess utan upp á fjölmarga frábæra veitingastaði sem ná yfir urmulinn allan af mismunandi valkostum. Allir ættu því að finna eitthvað gott við sitt hæfi, en fyrir eftirminnilegt Texas-kvöld mælum við með Sundance Square hjá Billy Bob's. Þar er honky-tonkið allsráðandi og nóg af krám, tónleikum, línudansi og nautgripum til að geðjast öllum.

Veglegar verslunarmiðstöðvar og magnaðir minjagripir

Í Dallas er ekki bara að finna nóg af búpening, heldur er þar sömuleiðis nóg af peningum sem og verslunarmiðstöðvum. Galleria Dallas hýsir glæsihótel, skautasvell, stórverslanir og hundruð tísku- og veitingahúsa. NorthPark Center er svo svipað að umfangi hvað varðar búðir og matsölustaði. Fyrir hátísku munaðarvörur og áhugaverðan byggingarstíl, þá er Highland Park Village rétti staðurinn.

Fjarri öllum verslunarmiðstöðvunum og öngþveitinu er svo að finna skemmtileg hverfi á borð við Deep Ellum, Hönnunarhverfið og Bishop Arts hverfið, en þar leynast sjálfstæðar verslanir, listahús ásamt góðum matsölustöðum og krám. Aukinheldur, þú kveður varla Texas-fylki án þess að hafa keypt þín eigin kúrekastígvél, sérsniðinn Stetson hatt og látlaust kúrekavesti. Wild Bill's Western Store er tilvalin fyrir slík kaup.