Bóka flug til: Denver

Flug

Tegund ferðar:
Brottfarastaðir og áfangastaðir
Expense account
Farþegar:
Farrými:
Leita eftir:
Denver Colorado, við rætur Klettafjalla, er lifandi og öflug verslunar-, menningar- og íþrótta- og útivistarborg, heillandi staður undir bláum himni þar sem sólin skín í 300 daga á ári.

Gullnáma fyrir heimsborgara og útivistarfólk

Fáguð borgarmenning á nútímavísu, einstök útivistarsvæði og ævintýraferðir út í náttúruna: Þetta tvinnast allt saman í Denver, borgarhliðinu að töfraheimi Klettafjalla. Höfuðborg Colorado og fjölmennasta borg ríkisins stendur á bökkum South Platte árinnar í 5.280 feta (1.609m) hæð yfir sjávarmáli.

Menn settust hér að árið 1858 þegar þeir fundu fyrstu gullflögurnar við árbakkana. Nú hefur gengið á gullið en Denver er hins vegar orðin hreinasta gullnáma fyrir ferðamenn.

Sólin skín 300 daga á ári og engar öfgar í veðri, meðalhiti á veturna er um 7 stig og meðalhiti í ágúst er 30 stig. Í borginni mælum við t.d. með gönguferð um miðborgina þar sem má skoða ágæt listasöfn og líta í verslanir og eru margir verðlaunaðir veitingastaðir. Barnafjölskyldur heimsækja dýragarðinn, Denver Zoo, og borgarbúar eru stoltir af grasagarðinum, Denver Botanic Gardens. Einnig er gaman að bregða sér í hverfi norðanvert í Denver sem borgarbúar kalla „LoDo“ (stytt úr „lower downtown). Þarna hafa menn endurnýjað gömul hús frá því um aldamótin 1900 og á svæðinu eru veitingastaðir, gallerí og verslanir.

Denver er líka fræg fyrir bjórbruggun og vel þess virði og hressandi að skoða eitthvert brugghúsið, en vínrækt er einnig stunduð í kringum Denver og hægt að bregða sér í vínsmökkun rétt fyrir utan borgarmörkin.

Ævintýraheimur áhugafólks um útivist og íþróttir

Eftir 20 mínútna akstur frá Denver er komið að rótum Klettafjalla og opnast ótal möguleikar til útivistar, náttúruskoðunar, gönguferða, „rafting“, kæjakaróðurs og fjallaklifurs svo að ekki sé minnst á frábæra golfvelli og golfstaði eins og „Broadmoor Resort“ eða skíðasvæðin, þar sem „Aspen“ er frægast að sjálfsögðu.

Af einstökum bæjum og þjóðgörðum í grennd við Denver nefnum við hér t.d. Central City og Black Hawk, Georgetown, Pikes Peak Country og Rocky Mountain National Park.

Það er svo ökuferð, sem seint gleymist, að aka eftir vegi með bundnu slitlagi upp á tind Mount Evans í 4.363 m hæð; vegurinn er opinn frá maílokum til fyrsta mánudags í október.

Gott að vita

Denver International Airport (DEN) er staðsettur í um 40 km fjarlægð frá miðborg Denver.


Frá og með 22. apríl 2016 er hægt að taka lest frá Denver International Airport og niður í miðbæ, miðinn aðra leið kostar $9. Nánari upplýsingar er að finna hér: http://www.denver.org/about-denver/transportation/airport-rail/