Bóka flug til: Edmonton

Flug

Tegund ferðar:
Brottfarastaðir og áfangastaðir
Expense account
Farþegar:
Farrými:
Leita eftir:
Í Alberta-fylki í Kanada kúrir Edmonton, borg sem þó leynir á sér. Borgin er einkum þekkt fyrir tvennt - enginn stenst henni snúning þegar kemur að hátíðarhöldum og stærsta verslunarmiðstöð Norður-Ameríku á þar heima.

Borg hátíðanna

Fáir komast með tærnar þar sem Edmonton hefur hælana í lífsgleði og fögnuði ef eitthvað mark er takandi á viðburðardagatali borgarinnar. Hvort sem hugurinn stendur til matargerðar, leiklistar, tónlistar, þekkingar eða einhvers annars er næsta víst að Edmonton hýsir hátíð að þínu skapi.

Tíminn stöðvaður 

Úrval viðburða er frábært, það dregur enginn í efa. Stundum þarf þó sinnið að fá rúm til þess að endurhlaða batteríin og þá er tilvalið að skella sér á tímaflakk til einfaldari tíma. Fort Edmonton Park er staður sem varðveitir slíka tíma, en þar er gullöld Edmonton, árin 1846 – 1929, í hávegum höfð.

En kostir nútímans eru þó ótvíræðir 

Jú, skreppitúr aftur í tímann gefur mikið og er áhugaverður en þegar ferðalangar mæta aftur í nútímann er enginn hörgull á viðfangsefnum í borginni. Hér er til dæmis að finna stærstu verslunarmiðstöð Norður Ameríku, West Edmonton Mall. Já, hún er stærri en Mall of America, sem mætti kalla bandaríska bróður hennar. Í West Edmonton Mall eru yfir 800 verslanir og ýmis afþreying. Rúsínan í pylsuendanum er þó hugsanlega fjöldinn af bílastæðum sem umlykur mekka verslunarunnandans, en eins og allir vita er að baki hverjum meistara innkaupanna hinn fullkomni bílstjóri. Hér er úr 20 þúsund bílastæðum að velja og gleðin við völd.

Gott að vita

  • Edmonton International Airport (YEG) er staðsettur um 30 km sunnan af miðbæ Edmonton og tekur um hálfa klukkustund að aka frá vellinum og til borgarinnar. Einnig fer hótelskutla frá flugvellinum og á helstu gististaði. Ferðamenn geta einnig leigt bíl eða nýtt sér akstursþjónustu hvers konar til þess að komast á leiðarenda.
  • www.exploreedmonton.com