Bóka flug til: Frankfurt

Flug

Tegund ferðar:
Brottfarastaðir og áfangastaðir
Expense account
Farþegar:
Farrými:
Leita eftir:
Frankfurt er þekkt sem stærsta fjármálamiðstöð í Evrópu, lífleg borg og suðupottur ólíkra menningarbrota, tungumála og lífstíla. Beint flug er til Frankfurt allt árið.

Hjá Icelandair er hægt að velja úr úrvali ferða til Þýskalands. Margir velja flug til Frankfurt og það er auðvelt að sjá ástæðuna fyrir því.

Frankfurt er falleg borg

Það er gaman að heimsækja Frankfurt á hvaða tíma árs sem er. Þrátt fyrir að margir kjósi að heimsækja borgina yfir sumarmánuðina er Frankfurt einnig lífleg á veturna og úrvalið af verslunum, veitingastöðum, söfnum og kaffihúsum er endalaust. Það er tilvalið að hefja ferðina í Frankfurt ef ætlunin er að kynna sér Þýskaland, sérstaklega mið- og suðurhluta þess. Ekki gleyma að heimsækja Wiesbaden og Heidelberg, sem eru í nágrenni við Frankfurt. Wiesbaden stendur á bökkum Rínar rétt vestur af Frankfurt, þar úir og grúir af gömlum köstulum og herragörðum, auk blómlegra garða og þekktasta spilavítis í Þýskalandi.

Aðalgata Frankfurt er í fögru umhverfi

Heidelberg er gjörólík Frankfurt. Fornar rústir Heidelbergkastala gæta borgarinnar og allt um kring eru skógi vaxnar hæðir sem skapa einstakt borgarstæði. Í gamla miðbænum, Alstadt, er Hauptstrasse (sem útleggst Aðalstræti), þar sem mikið er af verslunum, kaffihúsum og veitingahúsum; lífleg göngugata í fögru umhverfi. Allt þetta og meira til. Það eina sem þarf að gera er að bóka flug til Þýskalands.

Gott að vita

  • Þegar flogið er til Frankfurt er lent á Frankfurt Main flugvellinum sem er 9 km suðvestur af Frankfurt. Beint flug er til Frankfurt allt árið.
  • Upplýsingar um flugáætlun okkar til Frankfurt næstu 30 daga.
  • Góðar upplýsingar um lestarferðir frá Frankfurt er að finna á vef Deutsche Bahn.
  • Viltu versla? Prófaðu Zeil, aðalverslunar- og göngugötuna í miðborginni. Á Goethestrasse má finna bestu merkjavörubúðirnar í Frankfurt. Í Wiesbaden eru allar helstu merkjavörubúðirnar í Kirchgasse, Langgasse, Neugasse og tengdum götum.
  • Upplagt er að heimsækja Europa Park skemmtigarðinn.