Bóka flug til: Gautaborg

Flug

Tegund ferðar:
Brottfarastaðir og áfangastaðir
Expense account
Farþegar:
Farrými:
Leita eftir:
Ferðatímabil 3. maí - 28. september 2018. Það er auðvelt að vera ferðamaður í Gautaborg, endalausir möguleikar og næstum allt í göngufæri.

Akkúrat mátulega stór

Fyrir helgarferðina er Gautaborg fullkomin. Frábærar verslanir, tónleikar, íþróttaviðburðir og góðir veitingastaðir. Það er mjög vinsælt í Gautaborg að ”ta en fika” eða að fara og fá sér kaffi og með því á góðu kaffihúsi. Því finnur þú lítil sæt kaffihús um allan bæinn.

Fyrir barnafólkið er nóg að gera. Tivólíið Liseberg er eitt af vinsælli stöðum í Svíþjóð. Ekki missa af Universum sem er raunvísindasafn. Regnskógar, fuglar, fiskar, hákarlar og eitraðasta skepna í heimi. Paddan eru bátar sem sigla um síki Gautaborgar með leiðsögumanni, frábær leið til að kynnast borginni.

Stutt er í hafið eða næsta stöðuvatn, hoppið upp í sporvagn og eftir örstutta ferð eruð þið komin. Skerjagarðurinn er einstakur og allsstaðar má finna kletta að stinga sér frá eða strendur að leika sér við.

Gautaborg er önnur stærsta borg Svíþjóðar, með sína eigin menningu og mállýsku. Staðsetning borgarinnar gefur henni milt veðurfar allt árið um kring. Sumrin eru yndisleg, hitinn oftast á bilinu 20-25 gráður og sólin skín.

Gott að vita

  • Þegar flogið er til Gautaborgar með Icelandair er lent Landvetter flugvellinum, í um 25 km fjarlægð frá Gautaborg.
  • Rútur keyra á 20 mínútna fresti milli flugvallarins og miðbæjarins.
  • Upplýsingar um flugáætlun okkar okkar til Gautaborgar næstu 30 daga.
  • Þarftu að versla? Miðbæjarkjarninn (Citykärnan) er góður staður til að byrja á. Ef þig langar í smá göngutúr eða í sporvagnsferð eru Järntorget, Linnéstaden, Haga, Vasastaden og Avenyn aðrir góðir verslunarstaðir í Gautaborg.