Bóka flug til: Genf

Flug

Tegund ferðar:
Brottfarastaðir og áfangastaðir
Expense account
Farþegar:
Farrými:
Leita eftir:
Ferðatímabil frá 19. maí til 15. október 2018. Úr. Súkkulaði. Alparnir. Fæðingarstaður Internetsins. Allt sem hugurinn girnist og meira til er að finna í Genf.

Úrvalsvörur

Þeir sem þekkja gæði vita að svissneskt úrverk og súkkulaði er með því besta sem gerist í heiminum. Hér er einnig hægt að versla merkjavöru og fá sér ostafondú. Auk þess stendur borgin við stærsta stöðuvatn Evrópu, hæsta fjall í Ölpunum, Mont Blanc, sést oft frá borginni og mörg mikilvægustu samtök heims hafa aðsetur í borginni. Genf er svo sannarlega úrvalsborg.

Talað tungum 

Úrvalið er meira en bara í úrverki. Í Sviss eru þrjú opinber tungumál: franska, þýska og ítalska. Genf er staðsett í frönskumælandi hluta landsins og því langbest að reyna fyrir sér á því tungumáli ástarinnar þegar ræða á við innfædda. Um þriðjungur þekkir til ensku en til öryggis er best að byrja á að grípa til frönskunnar. Comment allez-vous?

Óvæntur safnkostur 

Það er fleira eftirtektarverkt en tungumálasafnið í þessari borg. Í Genf er nefnilega að finna  annað eftirtektarvert safn – The International Auto Museum, eða alþjóðlegt safn sjálfrennireiða. Hér getur að líta einstakt samkrull ökutækja, einkum frá Frakklandi, Þýskalandi og Ítalíu, en þau lönd eru þekkt fyrir að framleiða ökutæki sem eru vel yfir meðallagi þegar kemur að eiginleikum, útbúnaði – og verði. Hér mætti jafnvel sameina ólíkar ástríður einnar og sömu fjölskyldunnar því bílasafnið gæti verið ákjósanleg dægrastytting þeirra sem ekki hafa hug á að heimsækja mikið af verslunum. 

Gott að vita

  • Alþjóðaflugvöllurinn í Genf, Genève Aéroport (GVA), er steinkasti frá sjálfri borginni, eða 4 kílómetra.  Innanbæjarsamgöngur til og frá flugvellinum er góðar, en ferðalangar geta nýtt sér lestar, sporvagna eða strætisvagna. Lestarferðin frá flugvellinum og inn í miðbæ tekur um 6 mínútur og lestar koma á 12 mínútna fresti á háannatíma. Auk þess er auðvelt að halda förinni áfram um Evrópu en lestarsamgöngur frá flugvellinum og til Frakklands eru til staðar á flugvellinum.