Bóka flug til: Glasgow

Flug

Tegund ferðar:
Brottfarastaðir og áfangastaðir
Expense account
Farþegar:
Farrými:
Leita eftir:
Glasgow er helsta viðskiptaborg Skotlands, lífleg heimsborg og einn af þremur vinsælustu ferðamanna- stöðunum í Bretlandi. Flogið er til Glasgow allt árið.

Glasgow: Glæsibragur á skoska vísu

Glasgow er þróttmikil nútímaborg þar sem tekist hefur samt sem áður að halda í hlýlegt andrúmsloftið, sem borgin er svo kunn fyrir, og tekið er vel á móti gestum og reynt að gera þeim allt til hæfis.

Njótið þess að versla við frábærar verslunargötur og skoða sérstæða og undurfagra húsagerðarlist og söfn á heimsmælikvarða. Kynnist víðfrægum veitingastöðum, æðislegum krám og börum og vingjarnlegu fólki í borg þar sem er alltaf eitthvað spennandi að gerast.

Glasgow nýtur þeirrar öfundsverðu sérstöðu að þar eru fjölmörg heimsþekkt söfn og sýningarsalir, þeirra á meðal hið stórfenglega Kelvingrove Art Gallery and Museum sem er á meðal þeirra 15 safna í veröldinni sem laða til sín flesta gesti á hverju ári.

Hið sérstæða yfirbragð borgarinnar setur einnig svip sinn á viðburði og hátíðir sem efnt er til í Glasgow allan ársins hring. UNESCO tilnefndi borgina nýlega sem „Borg tónlistarinnar“ og staðfesti þar með endanlega að Glasgow stendur undir því orðspori sem af henni fer, að hún sé ein af fremstu menningarborgum í Evrópu.

Gott að vita

  • Þegar flogið er til Glasgow er lent á Glasgow-flugvelli u.þ.b. 14 km vestur af miðborginni. Upplýsingar um flugáætlun okkar til Glasgow næstu 30 daga.
  • Viltu borða? Prófaðu Ichiban, 50 Queen Street sem býður framúrskarandi japanskan mat. Mother India, 26 Westminster Terrace, Sauchiehall Street, mátt koma með þitt eigið vín! All Bar One, við 62 St. Vincent Street, ódýr en þó fyrsta flokks. Ubiquitous Chip, 12 Ashton Lane einn sá besti í Glasgow.
  • Ertu í verslunarleiðangri? Prófaðu Buchanan Galleries, 220 Buchanan Street, verslunarmiðstöð með meira en 80 búðum. St. Enoch's Shopping Center, 55 St. Enoch Square, er frábær verslunarmiðstöð undir stóru glerþaki. Smelltu hér fyrir góðar almennar upplýsingar um verslun í Glasgow.
  • Icelandair vinnur í nánu kynningar samstarfi með markaðsstofunni People make Glasgow. Endilega kynnið ykkur meira um þessa frábæru borg á www.peoplemakeglasgow.is.

    People make Glasgow