Bóka flug til: Halifax

Flug

Tegund ferðar:
Brottfarastaðir og áfangastaðir
Expense account
Farþegar:
Farrými:
Leita eftir:
Ferðatímabil 2. júní til 29. október 2018. Halifax er hlýleg borg og ótal tækifæri til útivistar, aðlaðandi smábæir og þorp, vingjarnlegt fólk sem er boðið og búið til að liðsinna gestkomandi.

Halifax er kjörinn staður fyrir slökun

Halifax er kjörinn staður fyrir þá sem vilja hafa það gott, skipta um gír og slaka á. Hérna eru fyrst flokks gististaðir, frábærir veitingastaðir, smitandi fjör á kránum í miðbænum, gott mannlíf, litrík menningarhefð, góðar verslanir og hagstætt verðlag. Þar að auki er Halifax hlýleg og falleg borg og í næsta nágrenni við hana má heimsækja aðlaðandi smábæi og þorp við ströndina. Þá er tilvalið að taka bílaleigubíl og bregða sér í ökuferðir um Nova Scotia.

Gott að vita

  • Þegar flogið er til Halifax með Icelandair er lent á Halifax International Airport (YHZ) sem er um 35 km norður af miðbæ Halifax, eða um 30 – 40 mínútna akstur. Beint flug er yfir sumartímann.
  • Áhugaverðir tenglar: novascotia.com, halifaxinfo.com
  • Upplýsingar um flugáætlun okkar til Halifax.
  • Gjaldmiðillinn er kanadískur dollar.
  • Viltu versla? Kíkið á Spring Garden Road, Barrington Street, Granville Street og Argyle Street. Halifax Shopping Center við Mumford Road, Park Lane Shopping Centre við Spring Lane Road, Scotia Square við Duke Street og Mic Mac Mall við Micmac Boulevard í Dartmouth. Í Dartmouth Crossing er mjög gott að versla og allar helstu verslanirnar að finna.