Bóka flug til: Hamborg

Flug

Tegund ferðar:
Brottfarastaðir og áfangastaðir
Expense account
Farþegar:
Farrými:
Leita eftir:
Ferðatímabil 25. mars - 7. janúar 2018. Hamborg er kraftmikil stórborg þar sem gefst tækifæri til að njóta lífsins lystisemda, lista og menningar, sögu og samtíma og þýskra gæða í mat og drykk.

Taktu flugið til Hamborgar með Icelandair. Hamborg og næsta nágrenni eru heillandi ferðamannaslóðir og borgin jafnframt kjörinn upphafsreitur fyrir lengri ferðalög um Þýskaland.

Önnum kafin, opin og græn

Hamborg er önnur stærsta borgin í Þýskalandi með 1,8 milljónir íbúa. Hún stendur á bökkum Saxelfar, um 100 km frá sjó, og er stærsta hafnarborg Þjóðverja og önnur stærsta hafnarborg í Evrópu. En þó að Hamborg sé helsta vöruflutningamiðstöð í norðanverðu Þýskalandi og mikil viðskipta- og iðnaðarborg er hún líka „grænni“ en aðrar þýskar borgir og fræg fyrir garða sína, opin svæði, stöðuvötn, ár og bátaskurði (í Hamborg eru 2,300 brýr; fleiri en í Amsterdam eða Feneyjum).
Hamborg á sér langa sögu og kynnast má brotum af henni með því að fara í sögusafn borgarinnar, Museum für Hamburgische Geschichte, eða rölta um elsta hluta borgarinnar. Tilvalið að byrja gönguna hjá Ráðhúsinu í Gamla bænum (Altstadt) og gaman að skoða í leiðinni kirkju heilags Mikjáls, Michaeliskirche.
Til að kynnast borginni enn betur mælum við líka með skoðunarsiglingu um höfnina og um Alster-vatn í miðri borginni.

Góðborgarastemning og öll mannlífsflóran

Listunnendur heimsækja Hamburger Kunsthalle, eitt besta safn evrópskrar myndlistar frá miðöldum til okkar daga sem til er. Aðrir skoða grös og blóm í Planten un Blomen eða líta inn í dýragarðinn víðfræga sem kenndur er við Carl Hagenbeck.

Hamborg er víðkunn leikhúsaborg, söngleikja- og óperuborg, og þar duna djass og popp í skemmtanahverfunum svo að ekki sé talað um klassíkina og þrjár sinfóníuhljómsveitir sem spila m.a. í Musikhalle.

Þegar kvölda tekur má hafa í huga að í Grossneumarkt, Pöseldorf og Eppendorfhverfum er líflegt andrúmsloft og fjöldi skemmtilegra veitinga- og vínstofa. Í St. Pauli, gleðihverfinu víðfræga eða alræmda, komast menn svo í tæri við hömlulausari afþreyingu og ögrandi skemmtun af öllu tagi. Á Reeperbahn-svæðinu í St. Pauli byrjuðu Bítlarnir feril sinn með því að spila í Indra Club og í Kaiserkeller árið 1960.

Gott að vita

  • Flugvöllur Hamburg-Fuhlsbüttel flugvöllur er um 8 km norður af miðborginni.
    Akstur með leigubíl tekur 20 - 30 mín. Með flugvallarrútu, sem ekur til borgarinnar á 20 mín. fresti, tekur ferðin um 20 -25 mín.
  • Viltu borða? Krár og kaffihús eru á hverju strái í miðbæ Hamborgar og selja heita og kalda drykki og léttar máltíðir. Í borginni eru meira en 2000 veitingastaðir og þar má kynnast matreiðslu um 40 þjóða. Hamborg er nafntoguð fyrir góða fiskveitingastaði.
  • Viltu versla? Helstu verslunargötur í Hamborg eru Mönckebergstrasse og Spitalerstrasse (báðar út frá aðaljárnbrautarstöðinni), Jungfernstieg, Colonnaden, Neuer Wall, Grosse Bleichen og Gänsemarkt (upp frá suðvesturbakka Binnenalster). Í miðborginni eru vöruhús eins og Hanseviertel, Bleichenhof, Galeria, Alte Post, Hamburger Hof, Gänsemarkt Passage, Quarrée, Hamburger Straße og Alstertal Einkaufszentrum.