Bóka flug til: Helsinki

Flug

Tegund ferðar:
Brottfarastaðir og áfangastaðir
Expense account
Farþegar:
Farrými:
Leita eftir:
Þessi nútímalega evrópska borg er gædd ríkulegri sögu, fögru umhverfi, menningarlegri fjölbreytni og öllu þar á milli.

Þegar ferðast er til Finnlands og höfuðborgarinnar Helsinki eruð þið tæknilega séð stödd í Skandinavíu. En Helsinki býr yfir heillandi blöndu af austrænum, norrænum og vestrænum einkennum.

Þúsund vatna landið

Við mælum með að bóka flug til Helsinki og upplifa þetta einstaka land. Landamæri Finnlands liggja að Svíþjóð, Noregi og Rússlandi. Rússnesk áhrif eru áberandi í Helsinki og þótt samskipti þjóðanna tveggja hafi ekki alltaf gengið áfallalaust fyrir sig eru allar væringar gleymdar í dag. Margir Finnar eru skyldari Rússum og baltneskum þjóðum en öðrum Norðurlandabúum. Tungumálið þeirra, sem er alls óskylt öðrum norrænum málum, segir sína sögu. Þótt r-in séu hörð eins og í íslensku, sem gerir það að verkum að fólk ruglast á Finnum og Íslendingum erlendis, nær skyldleikinn ekki lengra. Íslenskan er upprunalegast norrænna mála, en finnskan á sér allt aðra sögu og er af austrænum uppruna. Einstök menning er eitt af því sem gerir Finnland aðlaðandi. Finnland er eitt af fallegustu löndum í heimi og er oft kallað Þúsund vatna landið. Finnar hafa unun af því að leigja sér kofa í skóginum við eitt hinna þúsund vatna og eyða nokkrum dögum í algerri kyrrð, sitja á veröndinni í heitri sólinni, ganga um í skógunum til að kæla sig og veiða silung eða aborra á grillið.

Rólyndi

Arkitektúrinn í Helsinki er blanda úr ýmsum áttum, byggingarnar bera jafnt sænskum sem rússneskum áhrifum vitni. Helsinki iðar af lífi á sumrin. Útikaffihús, veitingahús í hæsta gæðaflokki, verslunargötur og áhugaverðir staðir eru allir innan göngufæris í miðborginni. Þarf að segja meira? Er ekki kominn tími til að bóka flug til Helsinki?

Gott að vita

 

  • Upplýsingar um flugáætlun okkar til Helsinki næstu 30 daga.
  • Helsinki-Vantaa flugvöllur (HEL) er í um 30 mínútna fjarlægð frá miðborg Helsinki og um hann fara yfir 13 milljón farþegar á ári. Flugvöllurinn, sem er einn sá stærsti í Skandinavíu, er þekktur fyrir vingjarnlegt og kurteist starfsfólk með ríka þjónustulund.
  • Almenningssamgöngukerfið er afar áreiðanlegt í Finnlandi. Hægt er að komast til allra staða með lest eða rútu og brottfarir eru tíðar. Flug yfir Finnland tekur tvær klukkustundir. Öll samgöngufyrirtæki bjóða sérstök kjör fyrir börn og fjölskyldur og ýmis tilboð á fargjöldum. Tímatöflu finnsku járnbrautanna má skoða hér: https://www.vr.fi/cs/vr/en/frontpage
  • Ferð með ferju til Tallinn í Eistlandi tekur aðeins tvær og hálfa klst. Hægt er að slá tvær flugur í einu höggi og fljúga til Helsinki, sigla til Tallinn um morguninn og eyða þar deginum, sigla svo til baka til Helsinki um kvöldið.
  • Helsinki er ekki síst fræg fyrir einstakan arkitektúr. Hægt er að skoða gamlar byggingar á Töölö og Punavuori.