Bóka flug til: Kaupmannahöfn

Flug

Tegund ferðar:
Brottfarastaðir og áfangastaðir
Expense account
Farþegar:
Farrými:
Leita eftir:
Beint flug er til Kaupmannahafnar allt árið. Kaupmannahöfn er Mekka bæði sígildrar og nýstárlegrar hönnunar. Fagur og ríkulegur byggingarstíll er eitt af því fyrsta sem fólk tekur eftir þegar borgin er heimsótt í fyrsta sinn.

Það ætti alltaf að hefja og ljúka fríi í Danmörku í Kaupmannahöfn, einni af þægilegustu borgum Evrópu.

Köben, höfuðborg Danmerkur

Ódýrt flug til Danmerkur gerir þér kleift að eyða peningunum í skemmtanir. Fyrst skaltu ganga niður Strikið, aðalgötu Kaupmannahafnar sem iðar af lífi, kaffihúsum, verslunum, veitingastöðum og dæmigerðum dönskum pylsuvögnum.

Það er ekki hægt að fara til Kaupmannahafnar án þess að bragða á einni "pølse". Það sama á við um danskt "smørrebrød", dökkt rúgbrauð með ýmsu áleggi, oftast síld og skinku. Þegar hungrið hefur verið satt er tilvalið að ganga meðfram síkjunum, um fallega almenningsgarða eða kíkja í Tívolí, skemmtigarðinn fræga sem staðsettur er í miðborginni. Þar lýkur deginum oft með ótrúlegri flugeldasýningu.

Flogið er til Kaupmannahafnar
oft á dag og þess vegna er hægt að slaka á um morguninn í Bláa lóninu á Íslandi og horfa á flugeldana í Tívolí um kvöldið!


Kaupmannahöfn, á leið til Jótlands 

Danir eru bæði skemmtilegir og heillandi. Þeir eru skemmtileg blanda þar sem hefðbundin skandinavísk einkenni blandast glaðlyndi og áhyggjuleysi sem oftast er tengt við Suður-Evrópu.

Flug til Kaupmannahafnar er þægileg leið til að kynnast Danmörku. Þótt náttúrufegurðin sé mikil er Danmörk ekki þekkt fyrir gnæfandi fjallstinda eða háa fossa. Hæsta "fjall" í Danmörku nær í raun rétt yfir 100 metra. Það segir sitt um danska kímnigáfu að heimamenn kalla það "Himmelbjerget" (Himnafjallið), sem myndi sóma sér vel sem nafn á tindi í Himalajafjöllum! Danir eru sífellt að spauga, hlæja og segja sögur. "Þægilegt" væri besta orðið til að lýsa Danmörku. Manni líður vel þar.

Gott að vita

  • Þegar flogið er til Danmerkur (CPH) með Icelandair er lent á Kastrup flugvelli á eyjunni Amager, 14 km frá miðborginni. Beint flug er til Kaupmannahafnar allt árið.
  • Upplýsingar um flugáætlun okkar til Kaupmannahafnar næstu 30 daga.