Bóka flug til: Las Vegas

Flug

Tegund ferðar:
Brottfarastaðir og áfangastaðir
Expense account
Farþegar:
Farrými:
Leita eftir:
Vegas er staður fyrir þá sem vilja komast eins langt í burtu frá amstri hinna virku daga og hægt er

Sá sem er heppinn í spilum ætti að taka tengiflug með Alaska Airlines í samvinnu við Icelandair frá Seattle til Las Vegas.

Draumaveröld í miðri eyðimörk

Las Vegas, „Sin City“ eða „Borg hinna syndugu“ eins og hún er stundum uppnefnd, rekur upphaf sitt til Mormóna sem settust hér að í litlu þorpi um miðja 19. öld. Þeir mundu eflaust taka andköf af undrun og vandlætingu ef þeir fengju núna risið upp úr gröf sinni og barið augum sínar gömlu slóðir.

Nú er Las Vegas fjölmennasta borgin í Nevada og er þó ekki talinn með sá aragrúi ferðamanna sem flykkist þangað árið um kring til að láta drauma sína rætast og vinna stóra vinninginn. Litla siðferðuga þorpið í eyðimörkinni er orðið að stórborg, borginni fyrir þá sem þrá að gera sér eins glaðan dag og hugsast getur, staður fyrir þá sem vilja komast sem lengst í burtu frá amstri og áhyggjum hinna virku daga.

Syngjum, dönsum, spilum og gleymum

Las Vegas, þessi háborg spilavíta, skrautsýninga með stórstjörnum og íburðarmikilla glæsihótela, borgin þar sem ljósaskiltin glitra í þúsunda-tali og gullið glóir, er vakandi 24 stundir á sólarhring og býður gestum sínum allt sem hugurinn girnist - og það strax og hvenær sem er.

„The Strip“ (Las Vegas Boulevard), er lífæð borgarinnar og miðpunktur skemmtanalífsins, 6,6 km langt breiðstræti þar sem neonskiltin lýsa upp næturmyrkrið, spilavítin standa í röðum, syngur og klingir í spilakössum og hver skemmtistaðurinn tekur við af öðrum. En það er hægt að gera fleira í Las Vegas en að horfa á glamúrsýningar, standa við spilakassa, sitja sviplaus í smóking við rúllettuborðið eða spila póker. Mörgum finnst skemmtilegast að horfa á aðra - og ekki sér nákomna – spila frá sér aleiguna eða skoða sig um í anddyri glæsihótelanna í þeirri von kannski að sjá bregða fyrir heimsfrægum, kunnuglegum andlitum. Áhugavert er að skoða Mormónavirkið og sérstæð upplifun að heimsækja Liberace-safnið; það er ef til vill ekki að smekk allra – fremur en svo margt annað í Las Vegas - en – eins og borgin sjálf – engu líkt.

Gott að vita

  • Flugvöllur Flugvöllurinn í Las Vegas, McCarran International Airport, er 8 km í suður frá Las Vegas. Rútur (RTC Transit – leið 108) ganga í miðbæinn og (leið 109) þangað sem bílaleigubílar eru afhentir.
  • Viltu borða? Meðfram og í grennd við The Strip eru veitingastaðir í hundraðatali. Við nefnum sem dæmi Shibuya, Alize, Aureole, Il Mulino New York, Ferraro's, Craftsteak, Mix, BOA Steakhouse, Wolfgang Puck Bar & Grill og L'Atelier de Joel Robuchon.
  • Viltu versla? Af verslunarmiðstöðvum í Las Vegas bendum við á Boulevard Mall, Fashion Show Mall, Forum Shops at Ceasars og Grand Canal Shoppes at The Venetian.
  • Góðir tenglar www.lasvegas.com, www.visitlasvegas.com