Bóka flug til: London

Flug

Tegund ferðar:
Brottfarastaðir og áfangastaðir
Expense account
Farþegar:
Farrými:
Leita eftir:
Beint flug er til London allt árið. Borgin er gríðarstór og yfirþyrmandi, heillandi og uppfull af ævintýrum. Icelandair býður ódýrt flug til London til að veita ykkur innsýn í undraheim borgarinnar.

London er ein af merkustu borgum heims. Westminster, Covent Garden, Soho og Cambridge University eru nokkrar af ástæðunum fyrir því að þú verður að heimsækja London.

Komið tilbúin til London

Þó að dvölin spanni aðeins nokkra daga, skoðið vegvísinn um London og sækið upplýsingar. Það er betra að vita hvar best er að hefjast handa.

Allir hafa skoðun á London, hvort sem þeir hafa komið þangað eða ekki. Þegar borgin er heimsótt í fyrsta sinn finnst manni maður hafa komið þangað áður. Ef þú hefur komið hingað áður geturðu glaðst yfir því að koma aftur, því margt er eftir að sjá og skoða. Piccadilly, Soho, lífvarðaskiptin hjá lífvörðum drottningar, svörtu leigubílarnir, rauðu tveggja hæða strætisvagnarnir, Westminster, Covent Garden, Buckingham Palace, Hyde Park, Trafalgar Square, Piccadilly Circus, Tower of London, Oxford Street og ... við gætum haldið endalaust áfram.

Pöbbamenning London

Eitt af helstu einkennum borgarinnar er ensk pöbbamenning. Þar hittirðu Englendinga í essinu sínu að sötra eina eða tvær kollur í lok dags. Leikhúsin í London bjóða einnig upp á einhverjar bestu leiksýningar sem völ er á í heiminum, mundu samt að panta miða með góðum fyrirvara. Sama má reyndar segja um veitingastaðina og fótboltaleikina. Sum af bestu liðum úrvalsdeildarinnar eru í London.

Gott að vita

  • Þegar flogið er til London með Icelandair er lent á Heathrow eða London Gatwick International Airport. Heathrow Express lestin fer á 15 mínútna fresti að Paddington-stöðinni og er það fljótlegasta leiðin inn í borgina. Beint flug er til London allt árið.
  • Upplýsingar um flugáætlun okkar til London næstu 30 daga.
  • Viltu versla? Kíktu á Oxford Street, stærstu verslunargötu í London, Selfridges-verslunarmiðstöðina, Paul Smith, 40-44 Floral Street, Covent Garden, konung breskrar tísku, New Bond Street, mörg fræg merki fáanleg hér og sömu sögu er að segja um Kensington High Street.
  • Viltu borða? Prófaðu The Fat Duck, einn besta veitingastað í heimi sem hlaut þrjár Michelin-stjörnur árið 2004. The Pie Man í Chelsea og Kensington, bestu bökurnar í London. The Bombay Brasserie, Courtfield Close, Courtfield Road, afbragðs indverskur matur. Monkeys, 1 Cale Street, SW3 3QT, breskur matur og mjög góður!