Bóka flug til: Los Angeles

Flug

Tegund ferðar:
Brottfarastaðir og áfangastaðir
Expense account
Farþegar:
Farrými:
Leita eftir:
Los Angeles er sólrík heimsborg sem á engan sinn líka, stórborg sem breiðir úr sér og er heimur út af fyrir sig, önnur fjölmennasta borgin í Bandaríkjunum.

Með tengiflugi Alaska Airlines, í samvinnu við Icelandair, býðst þér nú að fljúga frá Seattle til Los Angeles og skreppa niður á „Strönd“.

Þar sem ævintýrin geta gerst

Los Angeles er sólrík og „stjörnubjört“, stórborg sem er eiginlega ekki borg í venjulegum skilningi þess orðs heldur miklur fremur samfélag fólks í fjölmörgum „nágrannabæjum“ sem liggja saman og ná yfir um 1200 ferkílómetra svæði meðfram strönd Kyrrahafs og í hæðunum þar í kring.

Los Angeles, El Pueblo de Nuestra Señora la Reina de los Angeles del Río de Porciúncula (Þorp hinnar helgu meyjar, drottningar englanna við Porziúncúla-ána), stofnsett árið 1781, er nú annað stærsta, samfellda þéttbýlissvæðið í Bandaríkjunum. Hún er háborg kvikmyndanna (Hollywood), kraftmikil og metnaðarrík menningarborg með dýrindis söfnum, tónleikasölum og leikhúsum, íþróttaborg, tískuborg og síðast en ekki síst litríkur heimur fólks og mannlífs af öllu tagi. Dagar í Los Angeles eru tími sem seint gleymist.

Strendur, stjörnuspor, kvikmyndaver og rússíbanar

Phillip Marlowe og skúrkarnir, sem hann átt í höggi við, eru löngu gengnir til feðra sinna, en kvikmyndastjörnur aka enn um á glæsivögnum og vonarstjörnurnar bíða þess enn að draumurinn rætist. Það er líka óbreytt að ströndin, The Beach, þar sem hlýjar öldur Kyrrahafs leika við fætur okkar, er uppáhaldsstaður borgarbúa. „Ströndin“ teygir sig rúma sextíu kílómetra frá norðri (Malibu) til suðurs og þangað verða allir að fara sem vilja komast í snertingu við Los Angeles.

Við mælum líka með gönguferð um Hollywood Boulevard, þar sem gangstéttin er „stjörnum prýdd“, og allir verða sýna sig og sjá aðra á Sunset Boulevard. Skoðunarferðir um stóru kvikmyndaverin eru mögnuð upplifun og fyrir börn og fullorðna er dagstund í Disneyland (44 km í suðaustur frá miðri Los Angeles) ævintýri líkust.

Gott að vita

  • Flugvöllur Los Angeles International Airport (LAX) er í Westchester, 26 km frá miðborgarkjarna Los Angeles. Frá flugvellinum má taka t.d. lest (Metro Green Line), rútu (FlyAway Bus), leigubíl eða bílaleigubíl ef ætlunin er að aka á eigin vegum.
  • Viltu borða? Hér skipta veitingastaðir þúsundum og eru í öllum gæða- og verðflokkum. Af stöðum, sem hafa gott orð á sér og verðið þykir sanngjarnt m.v. gæði og þjónustu, má nefna Bistro du Soleil, Spaghettini Grill & Jazz Club, Gordon Ramsay at the London West Hollywood, Tengu – Westwood Village, Spark Woodfire Grill í Studio City og á Huntington Beach, Ca Del Sole, L'Opera og Lucques.
  • Viltu versla? Það er úr mörgu að velja og valið ræðst af því hvar dvalist er í borginni. Við nefndum sem dæmi um stórar verslanamiðstöðvar South Coast Plaza, The Beverly Center, Hollywood and Highland, Del Amo Fashion Center and Glendale Galleria.
  • Góðir tenglar www.losangeles.com, www.discoverlosangeles.com