Bóka flug til: Madrid

Flug

Tegund ferðar:
Brottfarastaðir og áfangastaðir
Expense account
Farþegar:
Farrými:
Leita eftir:
Ferðatímabilið er frá 3. júní til 16. september 2018. Madrid, höfuðborg Spánar er einnig ein af höfuðborgum listanna. Í Madrid er að finna einhver bestu gallerí og listasöfn í heiminum og næturlífið stendur fram á morgun. Ferð til Spánar er málið.

Í huga margra er Spánn staður sólarstranda þar sem fólk sleikir sólina á ströndinni eða á sundlaugarbakka. Hinn raunverulega Spán er hins vegar að finna í stórbrotnum borgum og fagurri sveit. Forn byggingarlist, íberísk og katalónsk menning, einstök matargerð, fótbolti, hið umdeilda nautaat, og að sjálfsögðu ótrúlega mikil sól og gott veður. Nægar ástæður til að bóka flug til Madrídar!

Ótrúleg fjölbreytni Madrid? 

Madrid, höfuðborg Spánar, stendur á miðri kastilísku hásléttunni og eru íbúar þar 3 milljónir. Madrid er heimsborg sem hefur upp á margt að bjóða, fegurð, almenningsgarða og söfn, frábæra veitingastaði og næturlíf, mikið úrval verslana og markaða og framúrskarandi golfvelli fyrir golfáhugamanninn. Hvernig væri að eyða sunnudegi á El Rastro, einum af stærstu flóamörkuðum í Evrópu, eða demba sér í Aquapolis, risastóran vatnaskemmtigarð þar sem hægt er að kæla sig niður á heitum degi.

Madrid - veitingahús, nautaat og fótbolti 

Þegar kvölda tekur er hægt að velja á milli meira en þrjú þúsund veitingastaða um alla borg. Hugsaðu þér! Að snæða á einum besta veitingastað í Madrid, upplifa nautaat eða heimsókn á Santiago Bernabeu leikvanginn og horfa á Real Madrid gera lítið úr andstæðingum sínum!

Gott að vita

  • Ferðamenn geta flogið með okkur til Madrid, leigt þar bíl og ekið um Spán; Barcelona er í 620 km fjarlægð, Alicante 420 km og Zaragoza í 315 km fjarlægð. Beint flug er yfir sumartímann.
  • Þegar flogið er til Madrid er lent á Barajas (MAD) -flugvelli, einungis 12 km norðaustur af miðborginni.
  • Nánari upplýsingar um flugáætlun okkar til Madrid.
  • Það er tilvalið að skoða El Museo del Prado, listasafn í sérflokki þar sem mörg fræg listaverk eru geymd, þ.á m. verk eftir Goya, Velázquez, El Greco, Rubens og Rafael.
  • Það er þess virði að eyða skemmtilegum degi í Faunia, gríðarstórum skemmtigarði þar sem m.a. má finna dýragarð með meira en 720 dýrategundum.