Bóka flug til: Manchester

Flug

Tegund ferðar:
Brottfarastaðir og áfangastaðir
Expense account
Farþegar:
Farrými:
Leita eftir:
Manchester er frábær verslunar- og skemmtiborg. Næturlífið þar er margrómað og ódýrt og þar er gott að versla. Manchester er svo auðvitað fræg fyrir fótbolta. Beint flug er til Manchester allt árið.

Flug til Manchester á Englandi? Hvers vegna ekki? Þar er að finna sömu blöndu verslana, næturlífs og fótbolta og í London, en stærðin er öllu viðráðanlegri. Fótboltaferð? Þá er Manchester málið.

Manchester - besta borg Englands?

Manchester er fyrir norðan London og ef flogið er ódýrt með Icelandair til Manchester er auðvelt að njóta þeirra beggja, þótt Manchester sé alveg nógu stór biti ein og sér. Verslanirnar? Alveg jafn góðar. Veitingastaðir og næturlífið? Alveg jafngott. Fótboltinn? Það fer eftir því hvaða lið þú styður.

Ef maður talar of frjálslega um fótbolta í Englandi er hægt að lenda í vandræðum. Manchester er heimabær eins af stærstu liðunum í fótboltaheiminum, Manchester United. Heimavöllur þeirra er Old Trafford, sem oft er kallaður Draumaleikhúsið (Theater of Dreams) og rúmar 70 þúsund áhorfendur. Völlurinn er sannarlega heimsóknarinnar virði.

Á svæðinu er að finna fleiri meistaradeildarlið sem einnig laða marga gesti og aðdáendur til borgarinnar. Auk þess er Liverpool skammt undan og því er önnur frábær borg innan seilingar með ódýru flugi til Manchester.

Heimaborg Bítlanna, Liverpool

Liverpool er heimavöllur annars frægs fótboltaliðs. Hún er þó líklega þekktust sem heimaborg Bítlanna, sem einnig eiga sér milljónir aðdáenda um heim allan. Ekki gleyma því að Manchester er heimsborg, þar sem finna má aragrúa fyrsta flokks veitingastaða, fjörugt næturlíf og frábærar verslanir. Hafðu það í huga þegar þú berð fargjöld okkar til Manchester saman við aðra kosti.

Gott að vita

  • Flug Icelandair til Manchester lendir á flugvellinum í Manchester (MAN). Þaðan er um 30-40 mínútna akstur eftir M56-þjóðveginum inn í miðbæ borgarinnar. Upplýsingar um flugáætlun okkar til Manchester næstu 30 daga.
  • Viltu versla? Kíktu í Trafford Center, gríðarstóra verslunarmiðstöð þar sem hægt er að finna allar stærstu verslanirnar, Karen Millen, Zara, Top Shop, Miss Selfridge, Selfridges, Virgin Megastore, Levi's og fjölmargar aðrar, auk veitingastaða og kvikmyndahúsa.
  • Viltu borða? Prófaðu Ikan, sem býður tælenskan og kínverskan mat. Eigandinn, Catherine Lim, ferðaðist um allan heim í leit að ferskum hugmyndum. Stock Restaurant í gömlu kauphöllinni í Manchester. Margverðlaunaður ítalskur veitingastaður.