Bóka flug til: Mílanó

Flug

Tegund ferðar:
Brottfarastaðir og áfangastaðir
Expense account
Farþegar:
Farrými:
Leita eftir:
Flogið er í beinu áætlunarflugi til Mílanó frá 26. maí til 29. ágúst 2018. Mílanó er önnur stærsta borgin á Ítalíu og höfuðborg Lombardíuhéraðs. Borgin er miðstöð tísku og fótbolta. Ferð til Mílanó er ómótstæðileg. Umhverfið, maturinn, tískan. Eftir hverju ertu að bíða?

Ferð til Mílanó er ómótstæðileg. Umhverfið, maturinn, tískan. Eftir hverju ertu að bíða?

Mílanó - staður hátískunnar

Mílanó er kannski ekki höfuðborg Ítalíu en hún er óopinber tískuhöfuðborg Evrópu. Allt í Mílanó er í tísku, jafnt kaffihús sem gosbrunnar. Mílanó er hröð, skemmtileg og lífleg. Þetta er staður þar sem hversdagurinn gleymist og skemmtunin tekur völdin. Fargjaldið til Ítalíu verður þér engin hindrun. Sem er heppilegt, því þegar maður dvelur í Mílanó langar mann að eyða miklum peningum. Stærstu tískubúðirnar eru um allt. Það sama má segja um frábæra veitingastaði. Bragðaðu á ítölskum mat eins og hann á að vera.

Margir hefja ferð sína um Ítalíu í Mílanó. Vötnin Garda, Lugano, Como, Iseo og Maggiori eru t.d. norðan og norðaustan við Mílanó, við rætur ítölsku Alpanna og eru einhverjir vinsælustu áfangastaðir ferðamanna á Ítalíu.

Og þegar til Mílanó er komið...

Annar möguleiki er að aka suður frá Mílanó í gegnum Pó-dalinn til Feneyja eða Bologna og fyrst hingað er komið, af hverju ekki að skreppa alla leið að sólríkum ströndum Adríahafsins? Og þegar þangað er komið er tilvalið að heimsækja Flórens og Róm. Þegar allt þetta er í boði er erfitt að velja.

Gott að vita