Bóka flug til: Minneapolis

Flug

Tegund ferðar:
Brottfarastaðir og áfangastaðir
Expense account
Farþegar:
Farrými:
Leita eftir:
Lífleg leikhús, einstakar verslunarmiðstöðvar, frábærir veitingastaðir og hrífandi náttúra. Minneapolis og nágrannaborgin St. Paul bjóða allt þetta og meira til.

Minneapolis hefur verið kölluð „vingjarnlegasta borg Bandaríkjanna“. Af hverju ekki að fljúga til Minneapolis og upplifa það sjálf(ur)?

Minneapolis - einstök blanda af gömlu og nýju 

Minneapolis hefur einfaldlega allt til að bera, og tilboð okkar á ódýru flugi til Minneapolis gerir hana að afar stað fyrir fjölskyldufríið. Mall of America, stærsta verslunarmiðstöð Bandaríkjanna, er í Minneapolis. En borgin hefur upp á svo margt annað að bjóða. Frábærir veitingastaðir, óviðjafnanleg söfn og tónlistarlíf sem hefur hrifið tónlistarunnendur í áratugaraðir. Auk þess má bæta við einhverjum bestu aðstæðum til stangveiða og útivistar rétt utan borgarinnar. Minneapolis býður upp á ótrúlega fjölbreytni.

Í Minneapolis sameinast gamalt og nýtt á einstakan hátt. Á öðrum bakka Mississippi stendur Minneapolis, nútímaleg og iðandi af lífi. Hinum megin árinnar er St. Paul, sem ber merki liðinna tíma, þar sem finna má gamlar byggingar og áhugaverðan arkitektúr og frægasta dæmið um það er St. Paul dómkirkjan. Við þetta má bæta fyrsta flokks veitingastöðum, Manny's og Rainforest Café, ógrynni íþrótta- og menningarviðburða, dýragarði í heimsklassa og ekki færri en 170 útivistarsvæðum og almenningsgörðum og útkoman verður ógleymanlegt fjölskyldufrí.

Gott að vita

  • Þegar flogið er til Minneapolis með Icelandair er lent á Minneapolis/St. Paul flugvellinum, einum þeim besta í Bandaríkjunum, í aðeins 15 mínútna fjarlægð frá Minneapolis og St. Paul. Beint flug er yfir sumartímann.
  • Upplýsingar um flugáætlun okkar til Minneapolis næstu 30 daga.
  • Viltu borða? Kíktu í News Room, Sky Room, Oceanaire Seafood Room og Manny's í Nicollet-verslunarmiðstöðinni og Rainforest Café og Kokomo's Island Café í Mall of America.
  • Þarftu að versla? Prófaðu Mall of America í Bloomington, Southcenter og Southdale, Nicollet-verslunarmiðstöðina og Cabelas.