Bóka flug til: München

Flug

Tegund ferðar:
Brottfarastaðir og áfangastaðir
Expense account
Farþegar:
Farrými:
Leita eftir:
Sagan, hefðirnar, byggingarstíllinn og fólkið gera München að frábærum stað í fríinu.

Flug til München með Icelandair veitir þér tækifæri til að skoða þessa frábæru höfuðborg Bæjaralands.

München - höfuðborg bæjarlands 

Bæjarar eru auðvitað Þjóðverjar. En hlutirnir ganga svolítið öðruvísi fyrir sig í Bæjaralandi en annars staðar í Þýskalandi. Fólkið í München klæðist gjarnan "lederhosen", hefðbundnum leðurstuttbuxum, og fjaðrahatti og er áhyggjulaust og brosmilt, afslappaðra en hinir alvörugefnu norðanmenn. München er ekki stór borg, en stærð hennar er eins og sniðin að ferðamanninum. Borgin er mjög græn, mikið um opin svæði og garða þar sem gróðurinn blómstrar og er gott skjól á heitum sumardögum.

Ferð til München hefur upp á margt að bjóða. Í borginni er fjöldi safna, veitingastaða, kaffihúsa og verslunarmiðstöðva. Hún er einnig vel staðsett og tilvalið að skoða svæðið í kring. Hún er rétt norður af Alpafjöllum og ökuferð um fjöllin er ógleymanleg og útsýnið stórkostlegt. Þar eru einnig vinaleg fjallaþorp með eigin veitingastaði og kaffihús og gnótt fagurra staða eins og Schloss Neuschwanstein, sem er einn frægasti og fegursti kastali í heimi, byggður 1868.

Gott að vita