Bóka flug til: New York

Flug

Tegund ferðar:
Brottfarastaðir og áfangastaðir
Expense account
Farþegar:
Farrými:
Leita eftir:
Borgin sem aldrei sefur, Stóra eplið, NYC. Það má kalla hana hvað sem er, en New York er borg sem maður verður að heimsækja a.m.k. einu sinni á ævinni. Beint flug er til NYC allt árið.

Hið eina sanna stórborgarfrí hlýtur að vera flug til New York borgar. Komdu og kynntu þér borgina sem er kölluð "höfuðborg heimsins".

Heillandi suðupottur

New York. Hvað getum við sagt? Þetta er stærsti og mest heillandi suðupottur af öllu því sem frí í stórborg getur haft upp á að bjóða. Hafirðu aldrei farið þangað er kominn tími til. Því fyrr því betra. New York skilur eftir sig minningar sem eru engu líkar. Í New York rekst maður sífellt á andstæður. Ys og þys á Wall Street og afslappaðandrúmsloft í Greenwich Village. Spölkorn frá lífsgleðinni á Broadway er hægt að skjótast inn á lítið kaffihús til þess að slaka á. New York hefur upp á allt að bjóða.

Þægileg gestrisni

Þú munt án efa kynnast ósvikinni og þægilegri gestrisni New York búa. Þeir koma fram við þig eins og hvern annan heimamann, með þessu dæmigerða hreinskipta fasi sem þeir einir búa yfir. Þú þarft að undirbúa þig vel áður en þú heimsækir New York, þótt stundum sé einnig hægt að leika af fingrum fram. Hér eru nokkrir lykilstaðir sem vert er að skoða: Manhattan, Brooklyn, Coney Island, Empire State, Statue of Liberty, Soho, Broadway, Times Square, Carnegy Hall, Madison Avenue, Central Park, New Jersey. Allt þetta á einum stað...að vísu mjög stórum. Og það er margt fleira sem hægt er að skoða og gera í fríinu í New York.

Gott að vita

  • Með flugi til New York með Icelandair er flogið til John F. Kennedy flugvallar sem er í 22 kílómetra fjarlægð frá Manhattan eða Newark flugvallar sem er í 26 kílómetra fjarlægð frá Manhattan. Beint flug er til NYC allt árið.
  • Upplýsingar um flugáætlun okkar til New York næstu 30 daga.
  • Viltu borða? Kíktu á Schiller's Liquor Bar 131 Rivington Street, amerískur með frönsku ívafi, prófaðu Next Door Nobu, heimsfrægan sushi-stað, Pampano, 209 East 49 Street, mexíkóskur staður í eigu Placido Domingo, 66, 241 Church St. Soho, vinsæll kínverskur staður.
  • Viltu versla? Prófaðu Fifth Avenue, þar sem finna má stærstu tískumerkin, Macy's Herald Square, 151 West 34th Street, Barney's, Madison Avenue við 61 stræti, Some Odd Rubies, 151 Ludlow Street, H&M, Gap og Banana Republic, Herald Square, 34th Street.
  • Smelltu hér fyrir upplýsingar um skoðunarferðir um tökustaði frægra sjónvarpsþátta og kvikmynda í New York.