Bóka flug til: Orlando

Flug

Tegund ferðar:
Brottfarastaðir og áfangastaðir
Expense account
Farþegar:
Farrými:
Leita eftir:

Orlando hefur stundum verið nefnd Borgin fagra, eða The City Beautiful, og ekki að ósekju. Vötn og pálmatré prýða borgina og gefa henni fallegan blæ í sólinni sem skín allan ársins hring. Í hjarta borgarinnar liggur svo Lake Eola sem er sérstaklega þekkt fyrir litríkan gosbrunninn sem rís úr miðju vatninu. Það er tilvalið að hefja fríið í Orlando, bæði til að slaka á í borginni sjálfri og eins til að upplifa allt það sem Flórída hefur upp á að bjóða.

Orlando: Höfuðborg skemmtigarða

Flug til Orlando færir þig í hjarta appelsínufylkisins Flórída. Borgin er líklega þekktust fyrir fjölmarga skemmtigarða á svæðinu og eru sumir þeirra meðal þeirra frægustu í heiminum. Þekktastir eru líklega Disneyworld, Universal Studio-garðarnir og Sea World, en þar er í boði rússíbanareið um heima ævintýra, kvikmynda og höf jarðar. Eftir allt fjörið er tilvalið að kæla sig í Wet'n Wild, sem talinn er vera fyrsti alvöru vatnagarðurinn, þar sem finna má spennandi leiktæki, garð fyrir börnin o.fl. Þetta er það sem fjölskyldufrí í Flórída snýst um og ef þú hefur einu sinni heimsótt Orlando muntu áreiðanlega fara aftur.

Góð kaup, golf og gómsætur matur

Ólíkt því sem fólk heldur er þó margt fleira að finna í Orlando en skemmtigarða. Þar má helst nefna frábæra veitingastaði og er Restaurant Row dæmi um heilt stræti sem tileinkað er matgæðingum. Þeir sem hafa unun af verslunum geta fundið hér eina mestu verslunarparadís sem hugsast getur, því í Orlando er mikill fjöldi verslunarmiðstöðva og útsölumarkaða. Flórída er einnig stórkostlegur áfangastaður fyrir golfáhugamenn enda frábærir golfvellir á hverju strái. Í Flórída búa líka einhverjir af fremstu golfurum heims.

Appelsínufylkið Flórída

Það tekur marga daga að uppgötva allt það sem Orlando hefur að bjóða. En utan borgarmarkanna bíða þín aðrir spennandi möguleikar. Hægt er að leigja bíl og halda suður á bóginn til Miami til að kíkja á næturlífið. Eða aka styttri vegalengdir á strendurnar við Sarasota og Bradenton við Mexíkóflóann. Það er erfitt að finna betri strendur en á strönd Flórída við Mexíkóflóann. Og þegar þangað er komið bakar heit sólin hörundið og hversdagsáhyggjurnar hverfa. Hægt er að láta bát draga sig í fallhlíf (paragliding), bruna á sæþotu, fara á sjóstangaveiðar, froskköfun ... meira að segja ferð í stórmarkaðinn getur orðið ævintýri út af fyrir sig í þessum heimshluta.

Gott að vita

  • Flugtímabil: Icelandair flýgur til Orlando frá 01. september 2017 og fram í júní 2018

  • Flugvöllur: Þegar flogið er til Orlando með Icelandair er lent á Orlando International Airport (MCO) flugvellinum

  • Matur: Alvöru matgæðingar ættu ekki að láta Restaurant Row framhjá sér fara. Þar eru starfræktir yfir 90 veitingastaðir af öllu tagi og ættu allir því að finna eitthvað fyrir sinn smekk. Í miðborg Orlando er líka aragrúi skemmtilegra veitingastaða sem vert er að skoða

  • Verslun: Í Orlando geta kaupglaðir einstaklingar sannarlega sleppt fram af sér beislinu. Stórar verslunarmiðstöðvar og fjöldi útsölumarkaða gera þér kleift að næla þér í vörur eftir þekkta hönnuði fyrir minni pening en annarsstaðar

  • Afþreying: Í raun réttri mætti vel kalla Orlando höfuðborg skemmtigarða, því í nágrenni borgarinnar eru margir af stærstu og þekktustu skemmtigörðum heims. Þar að auki eru fjölmargir fallegir golfvellir á þessu svæði og á kvöldin iðar miðborgin af lífi

  • Samgöngur: Í Orlando eru góðar almenningssamgöngur, en flestir ferðamenn leigja sér bíl. Ef þú ætlar í verslunarmiðstöðina eða í skemmtigarðinn má búast við því að slík ferð taki allan daginn. Flórída krefst töluverðs aksturs