Bóka flug til: París

Flug

Tegund ferðar:
Brottfarastaðir og áfangastaðir
Expense account
Farþegar:
Farrými:
Leita eftir:
París. Hvort sem þú vilt njóta lista, matar, næturlífs eða fara í dagsferðir út fyrir borgina. Beint flug er til Parísar allt árið.

Ferð til Parísar er ævintýraferð til einnar af ótrúlegustu borgum heims, borgar sem er fræg fyrir sögu sína, rómantík og ástríðu.

París - meira en sést við fyrstu sýn 

París er ekki öll þar sem hún er séð, svona við fyrstu sýn. Hún er auðvitað fræg fyrir Eiffel-turninn, Sigurbogann og iðandi næturlíf á Champs Elyssées þar sem Crazy Horse Saloon er aðalaðdráttaraflið, með villtum kan-kan dönsum og líflegri stemningu. En það forvitnilegasta leynir á sér. Borgin geymir sögu fornra konungdæma, byltinga og valdarána, upp af ösku þeirra risu lýðræðishugmyndir sem teygðu sig um heiminn, m.a. til Norður-Ameríku. Frelsisstyttan í New York er gjöf frá Frökkum til að fagna frelsi þeirra undan hæl Breta. Enn er hægt að finna fyrir þessum liðnu tímum þegar gengið er um götur Parísar. Dæmi um þetta eru Versalahöll í útjaðri Parísar og Loire-dalurinn þar sem finna má einhverjar fegurstu hallir heims, og voru einhverjar þeirra sumardvalarstaðir frönsku hirðarinnar.

Hafirðu einungis nokkra daga til stefnu skaltu einbeita þér að París, en ef þú hefur rýmri tíma ættirðu einnig að skoða sveitina í kring auk annarra franskra borga og áhugaverðra staða. Til dæmis Normandí, þar sem bandamenn gengu á land í seinni heimsstyrjöldinni og lögðu grunninn að endalokum Þriðja ríkisins.

Um Frakkland á eigin vegum

Ferðamenn í Frakklandi leigja gjarnan bíl og ferðast á eigin vegum, ökuferð um frönsku Alpana er t.d. ógleymanleg. Allir unnendur góðra vína verða að heimsækja vínræktarsvæðin í Búrgúndí og síðast en ekki síst er ómissandi að heimsækja Monte Carlo, Câte d'Azur, og St. Tropez á frönsku rivíerunni. Þú sérð að það er nauðsynlegt að undirbúa sig vel áður en bókað er flug til Frakklands. En það er sama hvar þú ert eða hversu lengi, Frakkland mun vinna hylli þína.

Gott að vita