Bóka flug til: Philadelphia

Flug

Tegund ferðar:
Brottfarastaðir og áfangastaðir
Expense account
Farþegar:
Farrými:
Leita eftir:
Philadelphia er stærsta borg Pennsylvania-fylkis og sögulega mjög mikilvæg. Borgin, sem er á austurströnd Bandaríkjanna, er sú fimmta stærsta í Bandaríkjunum og hefur margt að bjóða nútímaferðamönnum. Icelandair flýgur til Philadelphia fjórum sinnum í viku frá maí og fram í september.

Söguslóðir í Philadelphia

Borgin gegndi mikilvægu hlutverki í Bandaríska frelsisstríðinu og voru bæði sjálfstæðisyfirlýsingin og stjórnarskráin undirrituð í Philadelphia, eða Philly eins og borgin er oft kölluð. Ef sagnfræði og ástríða fyrir mikilvægum skjölum eiga upp á pallborðið hjá þér ætti þessi áfangastaður að hitta beint í mark. Það er lítið mál að fara í ferðalag aftur í tímann með því að heimsækja réttu staðina, eins og til dæmis Liberty Bell, The Independence National Historical Park, The Independence Hall og Valley Forge National Historical Park, þar sem þú færð sögu – og útiveru – í dágóðum skömmtum.

Markverðir staðir í Philadelphia

Þegar þú hefur lært allt sem hægt er um sjálfstæðisbaráttu Bandaríkjamanna er kominn tími til þess að víkka sjóndeildarhringinn og skoða fleiri markverða staði. Þú getur byrjað í Reading Terminal Market, sem oft er kallaður elsti bændamarkaður Bandaríkjanna, þar sem þú finnur ríkulegt úrval af framleiðslu fylkismanna. Þú getur svo komið við í vísindasafninu Franklin Institute og bætt enn frekar við þig þekkingu. Dýragarðurinn og Please Touch safnið eru einnig góðir kostir fyrir alla þá sem vilja prófa og upplifa á eigin skinni.

Gott að vita

  • Flugáætlun: Flug til Philadelphia hefjast 30. maí, 2017, og munu standa til 20. september. Flogið verður fjórum sinnum í viku.
  • Flugvöllur: Alþjóðaflugvöllurinn í Philadelphia (PHL) er einn sá stærsti í Bandaríkjunum og tengimöguleikarnir þaðan eru góðir. Flugvöllurinn er um 11 km frá miðborginni.
  • Verslun: Þú getur komið við í Macy’s Center City Mall, valið að skoða þig um í South Street, eða heimsótt Philadelphia Premium Outlets þar sem merkjavara fæst á afslætti.
  • Matur: Philadelphia er þekkt fyrir tómatbökur (tomato pie) og heimamenn vilja ólmir kynna þig fyrir þeim kosti. Það er enginn skortur á veitingastöðum, bæði stórum sem smáum, þar sem réttir heimamanna fá að njóta sín.