Bóka flug til: Reykjavík

Flug

Tegund ferðar:
Brottfarastaðir og áfangastaðir
Expense account
Farþegar:
Farrými:
Leita eftir:
Nyrsta höfuðborg í heimi er einnig sú svalasta. Reykjavík er fáguð borg umkringd mikilli náttúrufegurð sem hefur gert hana að afar vinsælum áfangastað.

Reykjavík og Ísland laða að sér sífellt fleiri gesti á ári hverju. Er ekki kominn tími til að sjá út á hvað öll lætin ganga?

STÓRHUGA BORG

Flug til Reykjavíkur, Íslandi ber þig sannarlega á óvenjulegan stað. Ísland liggur mitt á milli Evrópu og Norður-Ameríku og samanstendur mest af eldfjöllum með jöklum í tindum og svörtum sandeyðimörkum á milli, menning landsins hefur orðið fyrir bæði evrópskum og bandarískum áhrifum.

Þótt ferðir til Íslands njóti mestra vinsælda yfir sumartímann eru aðrar árstíðir að verða sífellt vinsælli. Komdu til Íslands að vetri til og upplifðu galdurinn.

Reykjavík er blanda af bæði borg og þorpi. Jafnvel þótt heildarmannfjöldi á Stór-Reykjavíkursvæðinu sé einungis rétt um 180.000 hugsa Íslendingar stórt og það sést.

VILTU BREYTA TIL?

Frí á Íslandi er tilvalið ef þú vilt breyta til. Frá Reykjavík er hægt að komast í sjóstangaveiði, laxveiði, hvalaskoðun, fuglaskoðun og ýmis önnur ævintýri. Maturinn er einnig frábær og matreiðslumenn á staðnum blanda einstöku sjávarfangi og íslenska lambinu við alþjóðlegar matarhefðir, og því hafa íslenskir veitingastaðir einstakan stíl. Þú ættir að íhuga að dveljast í Reykjavík í nokkra daga og skoða þig svo um í ægifagurri sveitinni.

 

Gott að vita

  • Þegar flogið er með Icelandair er lent á Keflavíkurflugvelli sem er 40 kílómetra suðvestur af Reykjavík. Flugvöllurinn er lítill og þægilegur og flugrútur og leigubílar bíða fyrir utan og flytja þig í bæinn.

  • Viltu versla? Prófaðu verslunarmiðstöðvarnar tvær, Kringluna sem er í 5 mínútna fjarlægð frá miðbænum og Smáralind, í 10 mínútna fjarlægð frá miðbæ Reykjavíkur. Í gamla miðbænum má finna rótgrónar verslunargötur, Laugaveg, Hafnarstræti og Bankastræti. Margir frábærir veitingastaðir eru í gamla miðbænum.

  • Verslaðu þar sem þú sérð Iceland Refund Tax Free merkið og biddu um Iceland Refund Tax Free eyðublaðið. Lágmarksupphæð sem keypt er fyrir er kr. 4.000. Láttu tollyfirvöld stimpla öll Iceland Refund eyðublöð þegar þú ferð frá Íslandi ef upphæð til endurgreiðslu er hærri en 5.000 kr. Leystu út Iceland Refund eyðublöðin á skrifstofum okkar sem eru á öllum helstu brottfararstöðum á Íslandi.

  • Opnunartímar eru breytilegir. Þrír helstu kjarnarnir: Kringlan. Opin mándaga til miðvikudaga frá 10 til 18.30, fimmtudaga 10 til 21, föstudaga 10 til 19, laugardaga 10 til 18 og sunnudaga frá 13 til 17; Smáralind. Opin mánudaga til miðvikudaga og föstudaga frá 10 til 19, fimmtudaga 11 til 21, laugardaga 11 til 18 og sunnudaga 13 til 18; Miðbærinn. Opið mánudaga til föstudaga frá 9 til 18 og laugardaga 10 til 14.

  • Opnunartími banka: Opnir mánudaga til föstudaga frá 9.15 til 16.

  • Viltu borða? Í Reykjavík eru ótrúlega margir fyrsta flokks veitingastaðir. Við mælum með Argentínu Steikhúsi, fyrsta flokks steikhúsi á Barónstíg. Hótel Holt á Bergstaðastræti og Grillið á Hótel Sögu, báðir í miðbænum. Prófaðu líka Hjá Sigga Hall við Óðinstorg. Siggi Hall er þekktur matreiðslumeistari á Íslandi. Þrír Frakkar er frábær sjávarréttastaður og sérréttur hans er plokkfiskur með rúgbrauði. Hægt væri að halda lengi áfram því fjöldi góðra veitingastaða er mikill.