Bóka flug til: Sacramento

Flug

Tegund ferðar:
Brottfarastaðir og áfangastaðir
Expense account
Farþegar:
Farrými:
Leita eftir:
Sacramento er höfuðborg Kalíforníu. Hún stendur við Sacarmentoána í Miðdalnum (Central Valley) og er sjöunda stærsta borgin í ríkinu.

Taktu flugið til Sacramento, höfuðborgar Kalíforníu, með Alaska Airlines í tengiflugi frá Seattle í samvinnu við Icelandair.

Indæl og ekki of hátíðleg

Sacramento er stjórnaraðsetur Kalíforníu, vinnubúðir Arnolds glímukappa Schwarzeneggers, og stendur við Sacramentoána miðsvæðis í Miðdalnum (Central Valley), um 100 km í austur frá San Francisco og nánast við ræturnar á norðanverðum Sierra Nevada fjallgarðinum.

Í borginni sjálfri búa tæplega 500.000 manns en með þéttbýlissvæðum, sem tengjast borginni, teljast íbúarnir á þessum slóðum 2,1 miljón. Sacramento rekur upphaf sitt til „gullæðisins“ um og eftir miðja 19. öld. Hún varð stjórnaraðsetur um líkt leyti og ber þess merki með virðulegum byggingum þar sem stjórnmálamenn ráða ríkjum og ráðum sínum. En Sacramento er líka indæl borg þar sem er gott að dveljast, almenningssamgöngur eru góðar, menningarlífið blómstrar og veitingastaðirnir, maturinn og loftslagið eru eins og best verður á kosið.

Þingmenn, listamenn, vínbændur og fjöll

Í Sacramento leggja margir ferðamenn leið sín á járnbrautasafnið, Cali-fornia State Railrod Museum, sem er stærsta safn í Bandaríkjunum þar sem má kynnast sögu járnbrautanna.

Í þinghúsinu, granítbyggingu frá 19. öld sem minnir á Capitol í Washington og ber sama nafn, má skoða húsakynnin og áhugavert safn og Crocker Art Museum er bygging og listasafn sem óhætt er að mæla með. Old Sacramento, gamalt hverfi við árbakkann með endurgerð¬um, gömlum hús, söfnum, galleríum, skemmtilegum verslunum og veitinga¬stöðum, er einnig staður sem gaman er að rölta um á daginn og kvöldin.

Frá Sacramento er svo ekki ýkja langt að bregða sér til að skoða vínræktarhéruðin í Napadal eða heimsækja San Francisco. Í austri gnæfa Sierra Nevada fjöll og þar getur enginn misst af tækifærinu til að sjá hinar tröllslegu smíðar náttúrunnar í Yosemite-þjóðgarðinum.

Gott að vita

  • Flugvöllur Sacramento International Airport er 20 km í norðvestur af miðborg Sacramento. Á flugvellinum er hægt að taka bílaleigubíl, leigubíla og rútur (Yolobus).
  • Viltu borða? Í borginni er að sjálfsögðu að finna alla kunnustu skyndibita- og veitingastaðakeðjur í Bandaríkjunum en af öðrum veitingastöðum má nefna t.d. Moxie,The Firehouse, Leatherby's Family Creamery, Ettore's og Blue Cue.
  • Viltu versla? Það gæti borgað sig að líta inn í Arden Fair Mall, Downtown Plaza Shopping Center, Fulton Point, Taylor, Lyon Village eða Old Sacramento Merchants.
  • Góðir tenglar www.discovergold.org