Bóka flug til: San Diego

Flug

Tegund ferðar:
Brottfarastaðir og áfangastaðir
Expense account
Farþegar:
Farrými:
Leita eftir:
Sumir segja að sé aldrei neitt veður í San Diego en væri nær sanni að lýsa því svo að veðrið sé svo indælt og milt í borginni að menn veiti því enga sérstaka athygli; líði einfaldlega alltaf vel.

Hafðu það gott og njóttu lífsins með því að fljúga með tengiflugi Alaska Airlines, í samvinnu við Icelandair, til San Diego.

Notaleg, sólrík og fjörug

San Diego er önnur stærsta borgin í Kalíforníu, vinsæll sólar- og afþreyingarstaður rétt norðan við mexíkósku landamærin með litríkri strandmenningu, glæsihótelum, skemmtigörðum, fyrsta flokks veitingastöðum og skemmtistöðum. Sumir segja að sé aldrei neitt veður í San Diego - en væri nær sanni að lýsa því svo að veðrið í San Diego sé svo indælt, milt og mátulegt í alla staði að menn veiti því enga sérstaka athygli; líði einfaldlega alltaf vel.

Fyrir fólk á öllum aldri

Í San Diego er margt í boði fyrir utan indælt sólskinið, baðstrendur og bláar Kyrrahafsöldur. „Gamli bærinn“, Old Town, milli Juan-, Twiggs-, Congress- og Wallacestrætis, er hverfi með endurbyggðum og/eða uppgerðum húsum frá þeim tíma, þegar bærinn heyrði undir Mexíkó, og frá frumbyggjaárunum.

Í „Gaslamp Quarter“ má svo hverfa aftur til Viktoriutímans. Fjölsóttasti staðurinn í San Diego er Balboa Park, í miðri borginni, þar sem íþróttir, listir og menning eiga sér samastað en kunn¬astur alls í þessum stóra garði er Dýragarðurinn í San Diego, talinn einn af bestu dýragörðum í heimi. Annar frábær garður í borginni er við Mission Bay, þar sem ýmiss konar vatnasport er í hávegum haft, en í garðinum er líka einstakt sædýrasafn, Sea World.

Gott að vita

  • Flugvöllur San Diego International Airport (einnig nefndur Lindbergh Field) er tæpa 5 km frá miðborginni í San Diego. Einfaldast og jafnframt ódýrast er að taka einhverja af flugvallarrútunum eða -skutlunum sem eru í boði (ýmis fyrirtæki) til og frá flugvellinum.
  • Viltu versla? Þeir sem ætla sér að líta í búðir í San Diego og hafa ekki komið til borgarinnar áður fara að sjálfsögðu á Westfield Horton Plaza, í grennd við Gaslamp Quarter. Þarna er hægt að láta freistast í meira en 120  verslunum og merkjabúðum en að auki er ótal margt fleira að sjá og upplifa á Westfield Horton Plaza.