Bóka flug til: San Francisco

Flug

Tegund ferðar:
Brottfarastaðir og áfangastaðir
Expense account
Farþegar:
Farrými:
Leita eftir:
Við elskum San Francisco af öllu hjarta, allt frá óviðjafnanlegu útsýni og hverfum sem iða af sögu og mannlífi til verslana, skemmtanalífs og veitingastaða í heimsklassa. Það munt þú líka gera.

STÓRFENGLEG

San Francisco er ekki síður heimsborg en New York, helsti munurinn er e.t.v. loftslagið, hér er hlýrra og sólríkara og andrúmsloftið því afslappaðra og áhyggjulausara. San Francisco er hreint út sagt stórfengleg og sumt af því sem sjá má í borgarlandslaginu er þekkt um allan heim. Þú hefur ef til vill ekki komið hingað áður, nema kannski óbeint. í óteljandi kvikmyndum, tímaritum og á póstkortum. Við nefnum hér nokkra þekktustu staðina: Golden Gate Bridge, Alcatraz, og Kínahverfiðsem er með eigin skóla, sjúkrahús og þjóðlega veitingastaði í hæsta gæðaflokki. Jafnvel þeir sem hafa aldrei til San Francisco komið þekkja brattar hæðir og götur sem birst hafa í spennumyndum frá Hollywood, þar sem sjá má lögreglubíla fljúga fremur en aka niður brekkurnar í æðisgengnum eltingaleik. Þessar hæðir eru eitt megineinkenni San Francisco, því borgin er byggð á 43 misháum hæðum.

LANGT Í BURTU

Frí í San Francisco verður að vera meira en helgardaður. Þessi staður er svo langt í burtu að maður ætti að kynnast honum eins vel og hægt er. Ferð til San Francisco er ágætis afsökun fyrir því að skoða aðra hluta Kaliforníu og allt það sem ríkið hefur upp á að bjóða. Allt úir og grúir af áhugaverðum byggingum, stöðum, fólki ... og loftslagið er óviðjafnanlegt. Enn og aftur stingum við upp á nokkrum nöfnum: Death Valley, Hollywood, San Diego, Los Angeles, Channel Islands National Park, Palm Springs, Big Sur. Frá Kaliforníu er einnig tilvalið að halda til Hawaii.

Gott að vita

  • Sporvagnarnir í San Francisco hafa varla breyst nokkuð frá 1873.
  • Viltu borða? Prófaðu Gary Danko, 800 North Point St. Dýr frönsk/bandarísk matseld. Piperade, 1015 Battery St. framúrskarandi baskneskur matur. The Slanted Door, 1 Ferry Building. Við höfnina, ekta víetnamskur matur. Delfina, 3621 18th St. ítalskur.
  • Ertu í verslunarhugleiðingum? Kíktu á Union Square og göturnar þar í kring, Hayes Valley, búðir sem sérhæfa sig í handverki og gjafavörum, Filmore St. og Union St., sérstæðari en búðirnar við Union Square, Haight Ashbury, líflegt hverfi þar sem hægt er að kaupa notaðar vörur.