Bóka flug til: San Jose

Flug

Tegund ferðar:
Brottfarastaðir og áfangastaðir
Expense account
Farþegar:
Farrými:
Leita eftir:
San Jose er þriðja fjölmennasta borgin í Kalíforníu með um eina milljón íbúa. Hún stendur við botn San Fransisco flóa, um 60 km suður af San Fransisco, og er stundum nefnd Höfuðborg Kísildals, The Capital of Silicon Valley.

Taktu flugið til hinnar stafrænu, listrænu og fjölbreyttu San Jose með Alaska Airlines í tengiflugi frá Seattle í samvinnu við Icelandair.

Fjölbreytt, skapandi og frumleg


San Jose á rætur allt aftur til síðari hluta 18. aldar og var lengst af þjónustumiðstöð fyrir landbúnaðarhéruðin í kring. En þetta gjörbreyttist við upphaf tölvualdar. Um og eftir 1990 spruttu upp tölvu-, forritunar- og gagnafyrirtæki í San Jose og nágrannabyggðunum, til varð fyrirbærið „Silicon Valley“ eða „Kísildalur“ og San Jose höfuðborgin í þessu tilkomumesta ævintýralandi tölvuheimsins.

Sagt er að í San Jose tali íbúarnir fleiri en 50 tungumál. San Jose þykir hafa sérstöðu á meðal bandarískra borga fyrir fjölbreytni og litríka  mannlífsflóru. Íbúarnir eiga sér fjölmargar rætur og hafa lagt rækt við gamlar hefðir og menningu. Japantown er t.d. borgarhverfi þar sem ferðamenn komast í snertingu við andrúmsloft sem þeir áttu síst von á í bandarískri borg. San Jose er einnig deigla fyrir ný tjáningarform og nýjar leiðir og hefur laðað til sín fjölmarga listamenn og ekki síst þá sem nýta sér ýmiss konar tölvutækni í listsköpun sinni.

Draugar, fagurkerar og háskólamenn


Í San Jose er vinsælt fyrir fjölskyldur að heimsækja The Winchester Mystery House, gamaldags og dularfulla byggingu með 40 stigum, 52 kvistum og 47 eldstæðum þar sem margt óhreint er á seyði. Af öðrum áhugaverðum stöðum í borginni má svo fyrst nefna Listasafn San Jose, SJMA, sannkallaðar höfuðstöðvar nútímalistar í borginni þar sem er alltaf eitthvað spennandi að sjá og upplifa. Önnur áhugaverð söfn eru t.d. vefn¬aðarsafnð, Museum of Quilts & Textiles, tækni- og nýjungasafnið, Tech Museum og Innovation, og Egypska safnið í Garði Rósakrossreglunnar, fyrirbæri sem stingur skemmtilega í stúf við hugarheim þeirra sem eru í fararbroddi í tölvubyltingu nútímans.

Það er líka tilvalið að bregða sér í dagferðir út fyrir borgina. Los Gatos er heillandi bær í undirhlíðum Santa Clara-fjalla með yfirbragði, sem minnir á fyrri tíð, skemmtilegum smáverslunum, kaffistofum og veitingastöðum, skrúðgörðum og hjólastígum. Strandbærinn Santa Cruz er í um klukkustundar akstur frá San Jose og þangað er tilvalið að bregða sér til að bregða á leik í sól og sjó, ekki síst ef börnin eru með. Svo er ekki langt að fara frá San Jose til háskólabæjarins Berkely við Austurflóa þar sem ríkir einstök stemning. Í Berkely er einnig kjörið að bregða sér á veit¬ingastað í „Gourmet Ghetto“, hverfi þar sem má finna t.d. „Chez Panisse“, fyrsta veitingastaðinn í Kaliforníu þar sem er eldað eingöngu úr lífrænt vottuðum hráefnum.

Gott að vita

  • Flugvöllur: San Jose International Airport (SJC) er um 4 km norðvestur af miðborg San Jose, nærri vegamótum U.S. Route 101, Interastate 880 og State Route 87.
  • Viltu borða? Um margt er að velja, mat frá öllum heimshornum og í öllum verðflokkum. Við bendum t.d. á La Victoria Taqueria, frábæran mexíkóskan samlokustað í miðborginni, Henry's Hi-Life, 301 West St. John Street, þar sem steikurnar svíkja ekki, Trine's Café, 995 S 1st St, góðan mexíkóskan veitingastað, Stratta Grille & Bar, 71 E. San Fernando St, fyrsta flokks bandarískan veitingastað, og loks sem dæmi um asískan stað má benda á 19 Market, 71 E. San Fernando St, þar sem matargerðarlist frá Víetnam er fléttað saman við tilvitnanir í hefðir frá Kína, Singapúr og Kalíforníu.
  • Viltu versla? Kunnasta verslunarhverfið í San Jose er Santana Row þar sem hægt er að versla af ástríðu og láta draumana rætast ef verðið setur ekki strik í reikninginn. Þarna eru kunnar merkjaverslanir eins og Gucci, Burberry, Tommy Bahama, Brooks Brothers og margar fleiri. Verslanamiðstöðvarnar, „mollin“, sem kenndar eru við Westfield, eru önnur í Valley Fair, 2855 Stevens Creek Boulevard, Santa Clara, og hin í Oakridge, 925 Blossom Hill Road, San Jose. Þarna eru hundruð verslana og hægt að gera öll sín innkaup á einum stað. Þeim sem hafa áhuga á að komast í verslunarstuð má einnig  benda á Eastridge Shopping Center við Eastridge Loop og Tully Road.
  • Góðir tenglar: www.sanjose.com