Bóka flug til: Seattle

Flug

Tegund ferðar:
Brottfarastaðir og áfangastaðir
Expense account
Farþegar:
Farrými:
Leita eftir:
Seattle er stærsta borg Washingtonríkis á norðvesturhorni Bandaríkjanna, þróttmikil og með rómantískt hjarta í stórfenglegri umgjörð frá náttúrunnar hendi.

Borgin, hafið og fjöllin

Seattle (íb. um 600.000 í borginni sjálfri og tæpar 3,3 milljónir á borgarsvæðinu öllu) er kraftmikill en hlýlegur staður þar sem miðbærinn iðar af lífi og ferðamönnum býðst að njóta hverrar stundar á þann hátt sem við er að búast í nútímaborg.

Þar má sjá mörg dæmi um glæsilega uppbyggingu á liðnum árum, byggingar og söfn eins og Experience Music Project, Seattle Art Museum og Olympic Sculpture Park. Helsta kennileiti borgarinnar eru þó sem áður Geimnálin eða Space Needle sem var reist fyrir heimssýninguna árið 1962. Efst þar uppi er glæsilegasta útsýni sem völ er á í Seattle, Olympic Mountains í vestri, hinum megin við Pugetsund, Cascade Range í austri og við himin í suðaustri gnæfir Mountain Rainier, ógleymanleg sjón á heiðskírum og björtum degi. 

Seattle er þó frægust fyrir nábýli sitt og íbúanna við hafið og við stórbrotna náttúru sem er innan seilingar. Vötn, firðir, víkur, vogar og lokkandi eyjar setja mark sitt á borgarstæðið og eru í reynd hluti af mannlífinu í Seattle þar sem ferðamönnum bjóðast ótal tækifæri til skoðunarsiglinga, hvort sem er meðfram borginni sjálfri eða út í nærliggjandi eyjar. Í austri rísa svo fjöllin þar sem önnur og hrikafögur veröld opnast ferðamönnum með ótal möguleikum til útivistar, t.d. gönguferða og tjaldútilegu á sumrin og skíðaferða á veturna.

Frá Seattle er stutt að fara bíl norður til Vancouver í Kanada og eins er tilvalið að bregða sér suður til Portland í Oregon sem kölluð hefur verið „grænasta borgin“ í Bandaríkjunum. Fyrir þá sem langar til að aka um vesturströnd Bandaríkjanna er svo tilvalið að fljúga til Seattle og taka stefnuna þaðan suður til San Fransisco og jafnvel allt suður til Los Angeles.

Gott að vita

  • Þegar flogið er til Seattle með Icelandair er lent á Seattle Tacoma flugvellinum sem er um 22 kílómetra suður af Seattle.
  • Upplýsingar um flugáætlun okkar til Seattle.
  • Smelltu hér fyrir upplýsingar um skoðunarferðir og fleira í Seattle.
  • Þarftu að versla? Prófaðu hornið á Pine Street og Fifth Avenue og þá ertu í aðalverslanahverfinu í Seattle. Tvö stór vöruhús eru í næsta nágrenni, Nordstrom and Macy's, tvær verslunarmiðstöðvar, Westlake Center og Pacific Place, og fjölmargar kunnar verslanir í næstu götum, Ann Taylor, Banana Republic, Barneys New York, Coach, Gap og Niketown. Við Rainier Square er líka mikið af flottum verslunum og svo má ekki sleppa því að líta við á Pike Place Market.

    Góðir tenglar:
  • Skemmtilegar akstursleiðir út frá Seattle www.experiencewa.com
  • Siglingar www.celebritcruises.com
  • Skoðunarferðir í Seattle www.grayline.com/