Bóka flug til: Spokane

Flug

Tegund ferðar:
Brottfarastaðir og áfangastaðir
Expense account
Farþegar:
Farrými:
Leita eftir:
Spokane (frb.: spó-KAN), sem stendur vestur undan Cabinetfjöllum um 32 km vestur af ríkjamörkum Washington og Idaho og 436 km austur af Seattle, er önnur fjölmennasta borgin í Washington með rétt rúmlega 200.000 íbúa.

Taktu flugið til náttúru- og útivistarparadísarinnar Spokane með Alaska Airlines í tengiflugi frá Seattle í samvinnu við Icelandair.

Litrík, sólrík og stolt

Spokane heitir eftir indjánaþjóðflokknum, sem hvítir menn hittu hér fyrir við Spokanefossa árið 1810. Nafnið merkir „börn sólarinnar“ og á ekki illa við því að í Spokane eru að jafnaði 260 sólardagar á ári. Skinnaverslunarstöðin, sem reis í grennd við fossana árið 1810, var fyrsta samfelld byggð hvítra manna í Washington.

Spokane nútímans er viðskipta- og héraðshöfuðborg í örum vexti og „góðum gír“ eins og sagt er. Borgin nýtur góðs af margbreytilegri og stórbrotinni náttúru allt um kring, nær ótæmandi útivistarmöguleikum, ferðamannaþjónustu sumar jafnt sem vetur og t.d. óvenju góðum skilyrðum til vínræktar í nágrannasveitunum. Í borginni sjálfri er margt að skoða og upplifa, lista- og menningarlíf er þróttmikið og ævinlega eitthvað um að vera.

Freistandi fyrir útivistarfólk, golfara og vínkera

Spokane er sannkölluð Mekka útivistarfólks og náttúruunnenda sumar sem vetur. Hvort sem áhuginn beinist að vetraríþróttum eða vatnaíþróttum, fjallgöngum, gönguferðum, hjólaferðum eða lengri skoðunarferðum á bíl um Cabinetfjöll og vesturhlíðar Klettafjalla er eiginlega ekki hægt að hugsa sér betri áfangastað en Spokane. Glacier National Park er í 4 klst. akstursfjarlægð, tekur 4 og hálfa klst. að komast í Mt Rainier National Park og aka má á einum degi eða innan við 8 klst. í Yellowstone-þjóðgarðinn.

Hjá Spokane er kjörlendi golfara og hægt að velja á milli 33 frábærra golfvalla í óvenju stórbrotnu og fallegu umhverfi. Sumir þeirra eru sagðir nokkuð erfiðir og stórskemmtileg áskorun fyrir golfara að reyna þar á hæfni sína. Svo má ekki láta hjá líða að heimsækja einhverja af vínekrunum í grennd við Spokane og bragða á afurðunum sem vínkerar telja með hinum bestu sem völ er á hjá vínbændum í Washingtonríki.

Gott að vita

  • Flugvöllur Spokane International Airport (GEG), annar stærsti flugvöllurinn í Washington, er rétt við bæinn, aðeins 10 km frá miðborginni.
  • Viltu borða? Við bendum á Anthony's Restaurant við North Lincoln Street sem er fínn sjávarréttastaður. Ambrosia Bistro and Wine Bar við 9211 East Montgomery er fínn kvöldverðarstaður. Kryddþyrstir bragðlaukar ættu að finna eitthvað við sitt hæfi í Azteca Mexican Restaurant á 245 West Spokane Falls Boulevard en góðan „evrópskan„ mat má fá í Catacombs Pub við 110 Monroe Street, í Montvale hótelinu.
  • Viltu versla? Spokane er líkt og aðrar bandarískar borgir tilvalinn staður til að versla. Þar er úrval verslana, sérverslana og þekktra bandarískra vöruhúsa, en fyrir þá sem ætla í alvörunni að missa ekki af tækifærinu til að gera góð kaup bendum við á North Town Mall við North Division.
  • Góðir tenglar: www.visitspokane.com