Bóka flug til: St Pétursborg

Flug

Tegund ferðar:
Brottfarastaðir og áfangastaðir
Expense account
Farþegar:
Farrými:
Leita eftir:
St. Petersburg, Pétursborg í daglegu tali og stundum bara „Pétur“, á meira skylt við evrópskar borgir en nokkur önnur borg í Rússlandi.

St. Pétursborg, Perlan við Nevu

St. Petersburg, Pétursborg í daglegu tali og stundum bara „Pétur“, á meira skylt við evrópskar borgir en nokkur önnur borg í Rússlandi. Það þarf ekki að koma á óvart þar sem Pétur mikli lét reisa þessa borg á bökkum og óshólmum Nevu í byrjun 18. aldar í þeim tilgangi að opna hlið til vesturs. Ítalskir arkitektar hönnuðu og reistu íburðarmikil mannvirki í barokk- og nýklassískum stíl og skópu umgjörð sem hefur verið aflvaki nýrra hugmynda á öllum sviðum, byltinga og félagslegra umbrota.

Byggingar og menning í St. Pétursborg

Kjarni St Pétursborgar, miðbærinn með síkjum sínum, brúm og glæsibyggingum, er ólíkur öllum öðrum stöðum og fangar hug aðkomumannsins. Og af nógu er að taka fyrir þá sem vilja skoða sig um. Í St. Pétursborg eru 36 stórbyggingar og byggingasamstæður og 4.000 aðrar stakar minjar um húsagerðarlist, sögu og menningu á Menningarminjaskrá UNESCO. Úr mörgu er að velja en enginn má sleppa því að heimsækja Virki Péturs og Páls á Zayachy-eyju og verja dagstund í að skoða sig um hjá Vetrarhöllinni og skoða hið allra helsta í Hermitage-safninu.

St Pétursborg - Sígild söfn og rússneskar listir

Í St. Pétursborg eru sögð vera m.a. 221 safn, 2.000 bókasöfn, meira en 80 leikhús og tónleikasalir, 100 tónlistarfélög, 45 myndlistar- og sýningarsalir og 62 kvikmyndahús. Stórvirki í rússneskum listum frá 19. öld og fram á þá 20. setja að sjálfsögðu mikinn svip á menningarlífið og laða til sín ferðamenn. En St. Pétursborg nútímans er ekki síður sjóðheitur pottur nýrra lífsviðhorfa og nýrra strauma á öllum sviðum mannlífsins og í öllum listgreinum. Skiptir þá ekki máli hvort í hlut eiga sókndjarfir menn í viðskiptum, alvörugefnir klassískir tónlistarmenn, brjálaðir bítnikkar, frumlegir myndlistarmenn eða fólk sem vill einfaldlega fara sínar eigin leiðir. Pétursborg er ennþá hlið Rússa til framtíðarinnar.

Gott að vita

  • Krafist er vegabréfsáritunar til St. Pétursborgar, nánar hér.
  • Þegar flogið er til St. Pétursborgar er lent á Pulkovo flugvelli (LED) við Terminal II, sem er um 17 km suður af borginni. Ferð með leigubíl niður í miðborgina tekur um 25 til 30 mínútur utan álagstíma.
  • Verslun: Þeir sem hafa áhuga á að kíkja í búðir ættu að fara á aðalgötuna í St. Pétursborg, Nevsky Prospekt, þar sem er fjöldi verslana og ævinlega margt um manninn. Einnig er margt ágætra verslana við Bolshoi Prospekt á Vasilyevski-eyju.
  • Áhugaverðir vefir: petersburg-russia.com, saint-petersburg.com
  • Liverpool -Bar við Mayakovskovo str. 16 er í eigu Íslendinga og því tilvalið að líta þar við.