Bóka flug til: Stavanger

Flug

Tegund ferðar:
Brottfarastaðir og áfangastaðir
Expense account
Farþegar:
Farrými:
Leita eftir:
Ferðatímabil frá 30. apríl til 15. október 2017 og aftur frá 24. apríl til 14. október 2018. Stavanger er fjórða stærsta borg Noregs. Oft er hún nefnd "olíuhöfuðborg Noregs" en það er villandi því Stavanger er miklu meira. Stavanger er falleg borg sem situr við höfnina og teygir sig upp í landið með þröngum hellulögðum götum milli hvítra húsa.

Stavanger - Falleg og lifandi

Fegurð Stavanger og svæðisins í kring, veitingastaðir, söfn og mannlíf vinna í sameiningu að því að gera Stavanger að eftirlætisborg þeirra sem heimsækja Noreg. Fjölmörg söfn eru í Stavanger þar sem list og sögu eru gerð góð skil. Veitingastaðir leggja auðvitað mikla áherslu á fisk eins og til dæmis á Sjøhuset Skagen þar sem ofnbakaður lax er helsti rétturinn. Næturlífið er líka til fyrirmyndar. Þar er hægt að rölta á milli bara og blanda geði við gestrisna Norðmenn og dansa sér til óbóta. Um morguninn ríkir kyrrðin í Stavanger eins og ekkert hafi gerst og engin dansspor stigin.


Flug til Stavanger

Gott að vita

Stavanger Flugvöllur Sola (SVG) er staðsettur 14 km frá miðbæ Stavanger. Hátt í 3,2 milljónir manna ferðast um Stavanger flugvöll ár hvert.