Bóka flug til: Stokkhólmur

Flug

Tegund ferðar:
Brottfarastaðir og áfangastaðir
Expense account
Farþegar:
Farrými:
Leita eftir:
Stokkhólmur, höfuðborg Svíþjóðar, er byggð á 14 eyjum og er borg mikilla andstæðna - vatn og jörð, saga og nýjungar, stuttir vetrardagar og hlý sumarkvöld. Beint flug er til Stokkhólms allt árið.

Ódýrt flug til Svíþjóðar og dvöl í höfuðborginni Stokkhólmi er frábær uppskrift að fríi sem mun lifa lengi í minningunni.

Stokkhólm - Óaðfinnanleg kurteisi!

Heimsókn til Stokkhólms er frábær hugmynd á hvaða árstíma sem er, en það er sérstaklega ánægjulegt að heimsækja borgina á sumrin. Sumarið er hlýtt og sólríkt þótt þetta sé ein af nyrstu höfuðborgum í heimi. Umhverfið er fagurt, skógi vaxnar hæðir umkringja borgarstæðið, eyjar og klettar horfa út á Eystrasaltið og arkitektúrinn er blanda af gömlu og nýju. Fáar evrópskar borgir eru jafnfallegar og heillandi og Stokkhólmur.

Flug til Stokkhólms borgar sig. Svíar eru stolt og vinalegt fólk. Þeir eru einnig hlýir, glaðlyndir, hjálplegir og frægir fyrir óaðfinnanlega kurteisi!

Stokkhólmur hefur yfir sér konunglegan blæ. Svíþjóð er eitt af konungsveldum Evrópu og hér má sjá þess greinileg merki, sérstaklega ef deginum er eytt í að skoða Gamla Stan, eitt elsta hverfi borgarinnar þar sem m.a. má finna konungshöllina. Stokkhólmur er einstaklega fjölskylduvæn borg og þar er mikið af útivistarsvæðum, fallegum görðum og dýragörðum. Hægt er að fara í stuttar ferðir út fyrir borgina og heimsækja áhugaverða staði eins og Junibacken, skemmtigarð sem helgaður er hinni frægu skáldkonu Astrid Lindgren, og sumarhöll konungsins og fagra blómagarðana umhverfis sem eru öllum opnir. Auk þess má finna hér, eins og í öllum helstu borgum Evrópu, hefðbundið úrval verslana, verslunarmiðstöðva, veitingastaða og safna. Í Stokkhólmi finnurðu allt sem þú þarft fyrir alla fjölskylduna.

Gott að vita

  • Þegar flogið er til Stokkhólms er lent á Arlanda flugvelli sem er 40 km norður af miðborginni. Ferð í rútu í miðborgina tekur um 45 mínútur. Ferð með Arlanda Express lestinni tekur tuttugu mínútur, og fer hún á tuttugu mínútna fresti. Beint flug er til Stokkhólms allt árið.
  • Upplýsingar um flugáætlun okkar til Stokkhólms næstu 30 daga.
  • Dagsferðir um borgina og nágrenni með íslenskum fararstjóra og ferðir til og frá flugvelli í Stokkhólmi.
  • Viltu borða? Prófaðu Villa Källhagen, frábæran stað við Djurgarden, Mosebacke Establissement, Mosebacke Torg 3, er veitingastaður með sérstaklega gott útsýni yfir borgina. Operakalleren, Karl den XII's Torg, dýr og formlegur. Sophie's við Biblioteksgatan 5, ítalskur.
  • Ertu í stuði til að versla? Kíktu á Drottninggatan, Hamngatan vöruhúsin NK, Gallerian og að sjálfsögðu H&M! Götgatan er þekkt fyrir áhugaverðar búðum með einstakri hönnun, Sturegallerian, litlar búðir, fræg merki, Grev Turegatan, minni búðir með fræg merki.