Bóka flug til: Þrándheimur

Flug

Tegund ferðar:
Brottfarastaðir og áfangastaðir
Expense account
Farþegar:
Farrými:
Leita eftir:
Beint áætlunarflug er til Þrándheims frá 26. apríl til 15. október 2018. Þín bíður einstæð náttúrufegurð, fjölbreyttir útivistarmöguleikar, heillandi nútímaborg og saga við hvert fótmál þegar þú tekur flugið með Icelandair til Þrándheims.

Miðstöð viðskipta og nútímatækni á gömlum grunni


Í Þrándheimi (Trondheim), þróttmikilli borg (180.000 íb.) við Niðarós í Þrándheimsfirði, er miðstöð fyrir verslun og viðskipti um miðbik Noregs. Borgin er einnig nefnd stundum „höfuðborg tækni og nýsköpunar“ í Noregi því að þar er víðkunnur tækni og vísindaháskóli, Norges teknisk-naturvitenskapelige universitet, og háskólastúdentar og raunvísindamenn setja sinn svip á bæjarbraginn.

Þrándheimur er vinsæll áfangastaður ferðamanna því að borgin er hlýleg, menningarlífið blómstrar og margt að sjá og skoða. Allt í kring eru svo heillandi sveitabyggðir, fjöll og dalir sem bjóða nær óteljandi tækifæri til náttúruskoðunar og útivistar allan ársins hring.

Söguslóðir, gamall sjarmi, stórbrotið landslag


Ólafur Tryggvason setti Þrándheim á stofn árið 997. Staðurinn nefndist þá og alllengi síðan Niðarós. Þar var lengi konungssetur og erkibiskupsstóll, sem komu mjög við sögu okkar Íslendinga, og í Þrándheimi var Ólafur Haraldsson hinn helgi lagður til hinstu hvílu eftir Stiklarstaðaorustu. Á gröf hans var byrjað að reisa dómkirkju árið 1067 (Kristskirkja) og enn gnæfir Dómkirkjan í Niðarósi yfir gamla bænum í Þrándheimi og hana verða allir að skoða.

Við mælum einnig með gönguferð um Bakklandet, gamalt bæjarhverfi á austurbakkanum á Nið, gegnt miðbænum, þar sem standa hlýleg timburhús við þröngar götur og er mikið um veitingastaði, sérverslanir og gallerí.

Frá Þrándheimi er svo tilvalið að bregða sér í dagsferðir eða lengri ferður um nærliggjandi slóðir, um strandhéruðin og firðina eða út í eyjar eins og Hítru og Froya.

Fyrir stangveiðimenn er aðeins um klukkustundarakstur frá Þrándheimi að sex kunnum laxveiðiám, Nið, Gaul, Ork, Stjóradalsá, Stordalselva og Norddalselva. Fyrir sunnan Þrándheim eru fjallaklasarnir Trollheimen og Dofrafjöll og þar eru vinsælir skíðastaðir, þeirra þekktastur og vinsælastur í Oppdal í Dofrafjöllum.

Gott að vita

  • Flugvöllur Trondheim Lufthavn Værnes er á Varnesi (Værnes), um 32 km í norðaustur frá borginni. Frá flugvellinum er hægt að taka lest til Þrándheims, flugrútur og leigubíla. Flogið er í beinu áætlunarflugi til Þrándheims yfir sumartímann, millilent er í Bergen á leiðinni til Þrándheims og svo er beint flug til Íslands.
  • Viltu borða? Fjölmörg ágæt veitingahús eru í Þrándheimi. Þau er flest að finna við Dronningens Gate, Fjordgata, Olav Tryggvasons Gate, Prinsens Gate og Sverresborg Allé. Á sumrin er líka freistandi að rölta eftir Kongs¬gata og Grenaderen Restaurant er vinsæll staður á sumarkvöldum. Hafið í huga að Norðmenn borða kvöldverð tiltölulega snemma á íslenskan mælikvarða.
  • Viltu versla? Nýjasti miðbæjarkjarninn í Þrándheimi er austan megin við árósinn og heitir Solsiden. Þar er stór verslunarmiðstöð, fjölmörg kaffihús og veitingastaðir og skemmtilegar sérverslanir. Í Bakklandet á austurbakkanum gegnt gamla miðbænum eru áhugaverðar hönnunarverslanir, fornmunabúðir og ótal margt fleira.
  • Góðir tenglar: trondheim.com,