Bóka flug til: Toronto

Flug

Tegund ferðar:
Brottfarastaðir og áfangastaðir
Expense account
Farþegar:
Farrými:
Leita eftir:
Viðskiptahöfuðborg Kanada á norðvesturbakka Ontariovatns er iðandi af mannlífi, þróttmikil og áhugaverð þar sem má kynnast fjölmörgum ólíkum þjóðarbrotum og menningarheimum

Flug til Toronto er spennandi kostur. Toronto er líka tilvalinn upphafsreitur þeirra sem vilja ferðast um landsvæðin kringum „vötnin miklu“ á mörkum Bandaríkjanna og Kanada.

Eitt af hæsta mannvirki í heimi... og margt fleira 

Toronto er miðstöð ensk-kanadískrar menningar og fjölmiðlunar en um leið er hún heimaborg ótal þjóðarbrota sem setja sterkan svip á mannlífið og einstök hverfi. Það er hægt að fá sér morgunverð í Ísrael, hádegisverð í Kína, síðdegiskaffi á Ítalíu og kvöldverð í Grikklandi án þess að fara nokkurn tíma út fyrir borgarmörk Toronto. Borgin er einnig þekkt fyrir ýmiss konar hátíðir sem þar eru haldnar frá því í maí fram í október; má nefna t.d. Downtown Jazz Festival og Toronto Bluesfest sem laða til sín gesti hvaðanæva úr heiminum í júní og júlí, og kvikmyndahátíðina, Toronto International Film Festival, í september.

Ýmis áhugaverð söfn eru í Toronto, hið sérstæðasta að líkindum The Bata Shoe Museum þar sem eru 10.000 skópör til sýnis, hin elstu þeirra frá tímum faraóanna í Egyptalandi. Meðfram Ontariovatni er Harbourfront þar sem er margt að skoða og upplifa sér til skemmtunar og að sjálfsögðu kemur enginn til Toronto án þess að fara upp í Canadian National Tower, CN-turninn, sem er eitt hæsta mannvirki í heimi. Toronto státar einnig af frábærum verslunum og fyrsta flokks veitingastöðum þar sem má kynnast hinu besta í matargerðarlist frá öllum heimshornum.

Gott að vita