Bóka flug til: Vancouver

Flug

Tegund ferðar:
Brottfarastaðir og áfangastaðir
Expense account
Farþegar:
Farrými:
Leita eftir:
Icelandair flýgur allt árið til Vancouver borgar sem er staðsett á vesturströnd Kanada. Þessi litríka borg hefur upp á allt það að bjóða sem sjóaðir borgarferðalangar kunna að meta og einnig er rík útivistarhefð á svæðinu.

Litla systir Manhattan         

Einhver skríbentinn hjá New York Times lýsti Vancouver sem Manhattan með fjallasýn og alveg jafn dásamlega fjölbreyttri. Við gætum ekki verið meira sammála. Hvort sem hugurinn stendur til fjalla, strandar eða verslunar þá er eitthvað við þitt hæfi að finna í Vancouver.

Hin fimm fræknu 

Þau þjóðarbrot sem setja hvað mestan svip á Vancouver eru almennt talin vera frá Japan, Kína, Indlandi og Ítalíu að ógleymdum innfæddum ættbálkum. Fjölmenningarþyrstur ferðalangurinn getur því kynnst margs konar mismunandi hefðum í matargerð, list og samfélagi innan borgarmarka Vancouver sem er lituð af áhrifum þessara staða og það í öllum regnbogans litum.

Veðurfar

Vancouver er við Kyrrahafsstrendur og loftslagið er milt. Íslendingum ætti því að líða nokkurn veginn eins og heima hjá sér í Vancouver hvað veðurfar varðar, en láti sólin sjá sig er óhætt að áætla að verslanir staðarins bjóði svartsýnum ferðalöngum upp á lausn sinna mála ef stoppa þarf í sandalalagerinn.

Gott að vita

  • Vancouver International (YVR) er staðsettur spottakorn frá borginni sjálfri. Hraðlest, The Canada Line, fer milli flugvallar og Vancouver á sjö mínútna fresti á álagstímum og 15 mínútna fresti utan álagstíma. Lestin fer einnig á aðra áfangastaði á Vancouver-svæðinu. Ef lestin er ekki ákjósanlegasti ferðamátinn er hægt að taka leigubíl, leigja bílaleigubíl eða jafnvel leigja eðalvagn. Nú, eða bara hjóla. Hjólaleiðir eru vel færar milli borgar og flugvallar, en eru þó ekki fyrir hina veiklunduðu!