Bóka flug til: Washington DC

Flug

Tegund ferðar:
Brottfarastaðir og áfangastaðir
Expense account
Farþegar:
Farrými:
Leita eftir:
Í höfuðborg Bandaríkjanna má finna fjölda sögufrægra staða, ókeypis sýningar og óendanlega marga viðburði. Gakktu um söguslóðir í Georgetown og njóttu lífsins á börum og veitingahúsum á árbakkanum.

Þegar þú ákveður að eyða fríinu í Washington, D.C. færðu ekki aðeins tækifæri til að upplifa eina af merkustu borgum heims, heldur er aðgangur greiður að allri austurströnd Bandaríkjanna í bíl.

Auðvelt að ferðast 

Jafnvel þó Washington sé engin smáborg er hún heldur ekki New York og þar liggur einn af höfuðkostum Washington, D.C. Flesta staði, söfn, minnismerki og veitingastaði sem þú vilt skoða og heimsækja meðan á dvölinni stendur má finna á tiltölulega litlu svæði og því geturðu slakað á í áhyggjulausu fríi. Hér finnur maður meira en á öðrum stöðum fyrir undiröldu frelsis, lýðræðis og valds sem svo oft er tengd við nafn Bandaríkjanna. Við mælum með að hefja ferðina á National Mall þar sem gefur að skoða meðal annars Washington minnismerkið, Hvíta Húsið, Þinghúsið, hina mögnuðu styttu af Abraham Lincoln og Thomas Jefferson og Víetnam vegginn sem lætur engan ósnortinn. Hér fær maður sterka tilfinningu fyrir sögunni, bæði fortíð og nútíð.

Washington D.C. býður einnig upp á sjaldgæft úrval safna á heimsklassa, frægar stofnanir eins og National Museum of Natural History og National Gallery of Art, sem allar eru í göngufæri hver frá annarri.

Gott að vita

  • Þegar flogið er til Washington með Icelandair er lent á Dulles International flugvellinum sem er í um 45 mínútna akstursfjarlægð frá Washington, D.C.
  • Versla? Kíktu í: Georgetown þar sem finna má fjölda áhugaverðra búða. Þar má finna fræg merki innan um önnur minna þekkt.