Bóka flug til: Zürich

Flug

Tegund ferðar:
Brottfarastaðir og áfangastaðir
Expense account
Farþegar:
Farrými:
Leita eftir:
Zürich er vissulega ein af helstu fjármálamiðstöðvum heims og aðsetur fjölmargra fjármálastofnana

Verslun, tíska, menning og listir í Zürich

Verslun, viðskipti og fjármálastarfsemi er það fyrsta sem mörgum kemur í hug þegar þeir heyra minnst á Zürich, þessa fallegu borg við Zürich-vatn inni í miðju Sviss, um 30 km norður af Alpafjöllum. Zürich er vissulega ein af helstu fjármálamiðstöðvum heims og aðsetur fjölmargra fjármálastofnana og stórra banka, en á undanförnum árum hefur borgin tekið fjörkipp og miklum stakkaskiptum. Borgarbúar hafa hrist af sér það orð að þeir hugsuðu bara um peninga og ávöxtunarprósentur. Zürich er nú iðandi af lífi þar sem fylgst er með nýjustu straumum í tísku, dægur¬menningu og listum og hún tekur vel á móti gestum sínum.

Zürich - Gömul stræti, glæsibyggingar og heillandi umhverfi

Gamli bærinn í Zürich stendur á bökkum Limmat-ár þar sem hún fellur úr Zürich-vatni. Þarna er yndislegt að rölta um gömul stræti og torg og skoða tilkomumiklar byggingar frá fyrri tíð, kirkjur eins og Frauenmünst¬er eða barokkhús eins og Zunfthaus zur Meise. Borgin státar einnig af fínum listasöfnum og sjálfsagt að líta inn í Kunsthaus Zürich, eitt af merkustu listasöfnum Evrópu. Til að fá glæsilegt útsýni yfir borgina er tilvalið að taka lest frá aðaljárnbrautarstöðinni upp á Üetliberg (813 m), hæstu hæðina í borgarlandinu.

Veitingastaðir og list í Zürich

Í Zürich er mikið af ágætum, fyrsta flokks veitingastöðum, fjölmörg leikhús, tónleikasalir og glæsilegt óperuhús. Menn hafa löngum getað skemmt sér vel í Niederdorf, í Gamla bænum, þar sem er nóg af börum, veitingastöðum og krám. Á síðustu árum hefur svo „Züri-West“ í 5. hverfi, rétt hjá Escher-Wyss torgi, tekið við  sem helsta aðdráttarafl unga fólksins og annarra sem vilja njóta lífsins fram á nótt. Því hefur verið líkt við Prenz¬lauerberg eða Mitte í Berlín.

Gott að vita

  • Þegar flogið er til Zürich er lent á Zürich Flughafen í Kloten sem er tæpa 10 km frá borginni sjálfri. Frá flughöfninni er hægt að taka lest beint inn í borgina.
  • Helsta og þar með frægasta verslunargatan í Zürich er Bahnhofstrasse. Fjölmargar verslanir eru einnig í nærliggjandi götum í Gamla bænum.
  • Áhugaverðir vefir: zuerich.com, myswitzerland.com