icelandair-flugvel-stel-banner.jpg

Aberdeen International Airport

Skammstöfun flugvallar: ABZ

http://www.aberdeenairport.com/

Flugvöllurinn Aberdeen International Airport er staðsettur í Dyce sem er um 9,3 km norðvestur af miðborg Aberdeen í Skotlandi. Samtals 3,7 milljónir farþega ferðuðust um flugvöllinn árið 2014.

Flugvöllurinn opnaði árið 1934 og var stofnaður af Eric Gandar Dower. Honum var ætlað að tengja saman eyjarnar í norðurhluta Skotlands við London. Hinn 6. október árið 2011 var opnuð 124 metra framlenging á flugbraut flugvallarins, ekki eingöngu til að annast hefðbundna flugumferð heldur einnig þá 500.000 farþega sem ferðast með þyrlu ár hvert frá olíusvæðum Norðursjós, sem gerir hann fjölfarnasta þyrluflugvöll heims.

Flugvallarupplýsingar

Á flugvellinum er ein aðalflugstöð (e. Main Terminal)
Umboðsaðili: ASIG
Innritun: 2 klst. fyrir brottför. Innritun lokar 30 mínútum fyrir brottför.

Heimilisfang

Aberdeen International Airport
Dyce, Scotland

Setustofa

Northern Lights Execuitve Lounge.